Knattspyrnudeild Fram og Benedikt Októ Bjarnason hafa gert með sér samning um að Benedikt Októ gangi til liðs við félagið. Samningurinn er til tveggja ára. Benedikt Októ er uppalinn Framari en gekk til liðs við ÍBV í lok árs 2014. Hann er 21.árs og á að baki 4 landsleiki með U-17 ára liði Íslands.
Benedikt Októ þykir einkar hraður leikmaður og það er stjórn Fram og Ásmundi Arnarssyni þjálfara mikið fagnaðarefni að fá hann aftur til liðs við félagið.
“Það er frábært að fá Benna aftur í Fram. Hann hefur eiginleika sem nýtast liðinu og hefur mikinn hraða, kraft og áræðni. Við höfum væntingar til að hans eiginleikar nýtist okkur vel á næstu leiktíð,” sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari.
Knattspyrnudeild Fram