fbpx
lena-undirskrift-vefur

Lena Margrét Valdimarsdóttir gerir tveggja ára samning við FRAM

lena-undirskriftÞað er ánægjuefni fyrir okkur FRAMara að geta tilkynnt  að Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við Lenu Margréti Valdimarsdóttur.  Samningur FRAM við Lenu er til tveggja ára.
Lena Margrét er fædd árið 2000 og er því 16 ára.  Lena er örvhent skytta og kemur upp úr yngri flokkastarfi Fram og  hefur átt sæti í yngri landsliðishópum Íslands. Lena Margrét  er ein af okkar efnilegu leikmönnum sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email