Fram fór í Garðabæinn í dag til að leika við Stjörnuna í OLÍS deildinni. Fram í efsta sæti og Stjarnan í öðru sæti einungis tveimur stigum á eftir Fram. Allt sem benti til þess að um hörkuleik gæti orðið að ræða.
Fram byrjaði af miklum krafti, Guðrún varði hvert skotið á fætur öðru og mörkinn duttu inn hjá okkur nokkuð auðveldlega. Fram komst í 5 – 0 og 6 – 1 eftir 10 mínútna leik. Eftir það komst á nokkuð jafnvægi næstu mínútur og í lok hálfleiksins náði Stjarnan síðan að minnka muninn sem var bara tvo mörk 13 – 15 eftir 30 mínútur. Fram byrjaði seinni hálfleikinn aftur vel. Öflug vörn og góð markvarsla. Fljótlega var munurinn orðinn 4 mörk Fram í vil og varð mestur 6 mörk. Fram sigldi nokkuð öruggum sigri í höfn 22 – 27. Frábær úrslit.
Vörnin var mögnuð á löngum köflum í dag og Guðrún frábær í markinu, varði meðal annars 3 víti. Sóknin gekk einnig vel og margir sem tóku af skarið í dag. Sem fyrr var það samt liðsheildin sem vann þennan leik. Allir tilbúnir og með sín hlutverk á hreinu.
Eins og fyrr segir frábær sigur í leik sem spilamennskan var með því betra sem liðið hefur sýnt í vetur. Guðrún Ósk varði 17 skot í markinu, Sigurbjörg og Ragnheiður settu 5 mörk, Hekla 4, Hildur 4, Steinunn 3, Hulda 3, Elva 1, Marthe 1 og Rebekka 1.
Næsti leikur og jafnframt síðasti leikur fyrir jól er strax á þriðjudaginn. Heimaleikur á móti Haukum. Mætið þar.
ÁFRAM FRAM
Fullt af myndum úr leiknum á myndasíðu JGK http://frammyndir.123.is/pictures/