Helgina 5.-6. nóvember var haldið fyrsta bikarmótið af þremur veturinnn 2016-2017. Keppendur frá taekwondodeild Fram stóðu sig með sóma.
Fyrri daginn vann Aron gull, Arnar silfur og Egill, Anna og Lúkas brons. Arnar var með forustu allan bardagann en mótherjinn náði að jafna þegar tvær sekúndur voru eftir og vann svo bardagann á gullstigi. Arnar er staðráðinn í að bæta sig og vinna gull á næsta móti.
Seinni daginn vann Ólafur gull með miklum yfirburðum (12-0) og Kári vann silfur. Hulda vann gull og Rudolf brons í einstaklings poomsae. Í para poomsae unnu Rudolf og Hulda brons. Í hópa poomsae unnu Rudolf, Hulda og Bryndís brons.
Við stefnum að því að senda fleiri keppendur á næsta mót og á Berlín Open sem verður haldið í maí á næsta ári.
Við getum ennþá bætt við okkur nokkrum iðkendum í taekwondodeildina.
Fríir prufutímar.
Taekwondodeild FRAM