fbpx
siggi-gegn-grottu-ii-vefur

Tap gegn ÍBV í Olísdeild karla

gauti-gegn-grottuStrákarnir okkar í handboltanum flugu til Vestmannaeyja í dag en þar mættu þeir ÍBV í Olísdeildinn.  Alltaf gaman að spila í eyjum, oftast góð mæting og góð stemming í húsinu.
Við byrjum leikinn ekki nógu vel, vorum frekar óagaðir sóknarlega sem gaf andstæðingnum færi á auðveldum sóknum. Við alls ekki nóg ákveðnir varnarlega, vorum alltof aftarlega og létum þá koma á okkur marflata í vörninn.  Allt inni hjá ÍBV til að byrja með og við undir eftir 10 mín. 7-5. Leikurinn var dálítð eins næstu mínútur en við náðum ekki að minnka muninn til þess vorum við ekki að spila nógu vel. Við að fara með margar sóknir og varnarlega vorum við ekki á tánum.  Staðan 13-8 eftir 20 mín.
Við náðum aðeins að bæta okkur undir lokin en ekkert til að tala um, varnarlega ekki nógu frískir, markvarslan lítil enda erfitt að eiga við þessi skot sem við vorum að fá á okkur. Það var mikill hraði í þessum fyrri hálfleik en mér fannst hann ekki vel spilaður af okkar hálfu.  Staðan í hálfleik 17-13.  Ágætt að skora 13 mörk en ekki gott að fá á sig 17 mörk. Ljóst að við þyrftum að laga okkar varnarleik ef við ætluðum að ná stigi eða stigum.
Síðari hálfleikur byrjaði alveg þokkalega en við aðeins að standa betur varnarlega ásamt því að Valtýr tók einhverja bolta, staðan eftir 40 mín, 22-19.  Við misstum svo tökin á okkar leik, vorum einum fleiri og fengum á okkur tvö mörk þegar við ætluðum að gera allt í einu, staðan eftir 45 mín.  28-22.  Ferlegt að gera svona og í raun áttum við aldrei möguleika eftir þetta.  Réðum aldrei við ÍBV varnarlega í dag, sóknarlega vorum við ágætir á köflum en það er vonlaust að vinna leiki með svona varnarleik.  Staðan eftir 55 mín 34-26  og lokatölur í dag 37-29.
Ekki margt gott hægt að segja um þennan leik, við ekki að spila saman sem lið sóknarlega, þar getum við klárlega gert betur en ekki slæmt að skora 29 mörk. Varnarlega vorum við algjörlega úti á þekju, þeir tættu okkur í sig og gátu skotið að vild. Þar getum við gert miklu betur.  Markvarslan var á plani við varnarleikinn, slök en erfitt að standa í markinu í dag.
Næsti leikur er á fimmtudag á heimavelli gegn Aftureldingu, endilega látið sjá ykkur og hvetjum strákana þeir þurfa á okkur að halda núna.  Strákar sjáumst hressir á fimmtudag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0