Stelpurnar okkar í handboltanum fengu Hauka í heimsókn í Safamýrina í kvöld, þetta var síðasti leikur okkar í deildinn fyrir jólafrí en leiknum var flítt vegna Evrópukeppni Hauka um næstu helgi. Það var ágætlega mætt en ljóst að ekki hafa allir nennt út í veturinn í kvöld.
Við byrjuðum leikinn sæmilega, ekki mikið skorað, varnarlega vorum í góðum málum staðan eftir 10 mín. 3-2. Við náðum svo smátt og smátt að auka við okkar forskot, okkur gekk betur að skora og vörnin hélt vel. Við samt að gera full mikið af misstökum fyrir minn smekk. Staðan eftir 20 mín. 7-3. Við fórum svo mest í 5 mörk í stöðunni 10-5 en náðum ekki að fylgja því nægjanlega eftir, vorum að gera full mikið af misstökum á kafla en gerðum svo tvö síðustu mörkin fyrir hlé og staðan í hálfleik 12-7. Mér taldist til að við hefðum gert 10 tæknifeila í fyrri hálfleik og það er full mikið. Annars litum við ágætlega út, gátum klárlega gert betur en fórum illa með góð sóknarfæri.
Síðari hálfleikur byrjaði svo ekki nógu vel, við áfram að gera mikið af misstökum og fórum bara illa með góð færi. Varnarlega vorum við góðar og Guðrún hélt áfram að verja vel. Við gerðum ekki mark fyrr en eftir 9 mín. í síðari hálfleik. Staðan eftir 40 mín. 14-11. Staðan breyttist svo lítið næstu mínútur því liðin fóru illa með góða færi en mikið fjör í leiknum, markvörður Hauka að verja vel í síðari hálfleik. Við verðum samt að nýta færin okkar betur. Við náðum aftur fimm marka forrustu á 47 mín. en misstum mann útaf og fengum í framhaldinu á okkur 3 mörk, staðan eftir 50 mín. 16-14. Bullandi spenna kominn í leikinn. Liðunum gekk bara ekki vel að skora í þessum leik og það breyttist lítið, leikurinn hrikalega spennandi, þótt hann væri kannski ekkert sérstaklega góður, við gerðum eitt mark á síðustu 10 mín. leiksins og það dugði í kvöld. Það var bara magnað að vinna þennan leik og klára mótið fyrir jól taplausar. Lokatölur 17-16.
Ég held að við hjótum að fagna þessu sigri vel, mér fannst eins og við værum orðnar pínu þreyttar, allavega sumar. Við búnar að spila nokkra erfiða leiki á stuttum tíma, kærkomið að fá smá pásu frá keppni og ég veit að nokkrir leikmenn eru tæpir og þurfa hvíldina. Við unnum þennan leik á liðsheild, markvarsla og vörn vann þennan leik en sóknarlega vorum við klaufar og fórum mjög illa með góð færi. Mjög sérstakt að gera 5 mörk í síðari hálfleik og vinna. Frábært að vera á toppnum fyrir jól, ekki bara það heldur líka taplausar og ekki hægt að biðja um mikið meira. Vel gert stelpur.
Næsti leikur verður væntanlega milli jóla og nýárs í deildarbikarnum að Strandgötu, þangað til njótið lífsins.
ÁFRAM FRAM
Myndir á http://frammyndir.123.is/pictures/