fbpx
valdi-gegn-grottu-vefur

Skrautlegt í Safamýrinni

arnar-birkir-gegn-grottuStrákarnir okkar í handboltanum fengu Aftureldingu í heimsókn í Safamýrina í kvöld.  Við höfum átt á brattan að sækja í síðustu leikjum og því spennandi að sjá hvað við myndum gera á heimavelli.  Það vantaði Þorstein Gauta í okkar lið en hann lá veikur heima, fjandi vont að missa hann út.
Bara vel mætt í FRAMhúsið og ekkert yfir því að kvarta.
Leikurinn byrjaði af fullum krafti, bæði lið  keyrðu upp hraðan og fátt um varnir, við heldur að elta og virtumst ekki ná tökum á okkar varnarleik, staðan eftir 10 mín 5-7.  Við náum svo fyrst  að jafna í 7-7 eftir 11 mín. eftir tvö auðveld mörk í röð.  Liðin skiptust svo á að skora, virtust geta það af vild  og fátt að gerast varnarlega.  Staðan eftir 20 mín. 12-12.  Þá kom góður kafli hjá okkur, við fórum aðeins að standa vörnina betur, ásamt því Arnar Birkir fór á kostum.  Komust yfir í 14-12 en staðan eftir 25 mín. 15-15. Við kláruðum hálfleikinn vel, vörnin varð loksins góð og við skorðum nánast úr hverri sókn.  Staðan í hálfleik 19-16. Ótrúlegar tölur 35 mörk í fyrri hálfleik, varnarleikur okkar ferlegur lengi vel en um leið og hann virkaði smá, tókum við völdi.  Sóknarlega vorum við fínir og þá sérstaklega Arnar Birkir sem fór á kostum í fyrri hálfleik.   Ljóst að við þyrftum að laga varnarvinnu okkar í síðari hálfleik, því það er ekki hægt að ætlast til þess að skora 19 mörk í hvorum hálfleik.
Síðari hálfleikur var svo vonbrigði, eins og sá fyrri var í raun skemmtilegur, við byrjuðum ferlega og þeir búnir að jafna eftir 3 mín. að mig minnir og komust tvö yfir 19-21.  Við náum svo aðeins áttum og staðan eftir 40 mín. 23-23.  Þá fór sóknarleikur okkar að hiksta verulega og við misstum aftur tökin, staðan eftir 50 mín.  27-30.  Þrátt fyrir að spila illa, þá vorum við samt inni í leiknum. Lokakafli leiksins var svo hrein hörmng hjá okkar drengjum,  við misstum algjörlega hausinn og gerðum eitt mark það sem eftir lifði leiks.  Lokatölur 28-38.
Veit ekki alveg hvað skal segja um þennan leik, fyrri hálfleikur skemmtilegur,  líflegur sóknarleikur en varnarlega vorum við ekki nógu góðir nema síðustu 5-10 mín.  Síðari hálfleikur var alls ekki góður, varnarlega vorum við skelfilegir, sóknarlega vorum við ekki góðir fórum að gera mikið af misstökum sem gáfum færi á ódýrum mörkum.  Markvarslan var slök enda fátt um varnir en pínu erfitt að setja mikið út á Viktor og Valtý í þessum leik. Ljóst að við þurfum að skoða okkar mál aðeins varnarlega því það gengur ekki að fá á sig hátt í 40 mörk í leik, nánast ómögulegt að klára þannig leiki.   Við þurfum líka að temja okkur meiri aga sóknarlega því hann er oft góður en þurfum að velja færin betur ásamt því að fækka tæknifleilum sem eru svo dýrir stundum.  Úrslit leiksins gefa ekki rétta mynd en við fórum illa að ráði okkur í síðari hálfleik, við heinlega sprungum og þá vantaði kannski framlag frá fleirum ?
Næsti leikur verður eftir viku á Selfossi og þá kalla ég eftir geðveikum varnarleik og sigri. Upp með hausinn FRAMarar og gefum allt í næsta leik.

ÁFRAM FRAM

Það koma fullt af myndum á vefinn hjá Jóa á eftir endilega kíkið á það http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!