fbpx
ragnheidur-gegn-grottu-vefur

Handknattleiksdeild Fram endurnýjar og framlengir samninga við leikmenn

hulda-gegn-haukumragnheidur-gegn-haukumHandknattleiksdeild Fram er það sérstök ánægja að tilkynna að gengið hefur verið frá nýjum samningum við tvo af efnilegstu leikmönnum Fram og efstu deildar í handbolta kvenna.
Þetta eru þær Hulda Dagsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir.
Þær hafa báðar gengið frá nýjum samningum við Handknattleiksdeild Fram sem gilda til loka keppnistímabilsins 2019, eða í tvö og hálft keppnistímabil.

Hulda Dagsdóttir er fædd 1997 og er því 19 ára.  Hún kemur upp úr yngri flokkastarfi Fram.  Hún leikur í stöðu rétthentrar skyttu og sem miðjumaður.  Hún hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og hefur verið valin í stóran æfingahóp fyrir A – landslið kvenna.

Ragnheiður Júlíusdóttir er einnig fædd 1997 og er því 19 ára.  Hún kemur einnig upp úr yngri flokkastarfi Fram.  Hún leikur í stöðu rétthentrar skyttu. Hún hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands og hefur verið valin í A – landslið kvenna, þar sem hún hefur leikið 7 leiki.

Hulda og Ragnheiður léku báðar sína fyrstu leiki með meistaraflokki Fram veturinn 2013 – 2014 og eru því þrátt fyrir ungan aldur á sínu fjórða keppnistímabili sem leikmenn með meistaraflokki kvenna.

Eins og áður segir er Handknattleiksdeild Fram sérstök ánægja að geta tilkynnt um þessa nýju samninga þar sem þetta er liður í en frekara uppbyggingar starfi innan handknattleiksdeildar Fram.  Það er von Fram að þetta verði bæði Fram og þeim Huldu og Ragnheiði til gæfu og gengis í framtíðinni.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!