fbpx
valdi-gegn-grottu-vefur

Tap gegn Selfoss í Olísdeild karla

gauti-gegn-grottuStrákarnir okkar í handboltanum skelltu sér austur fyrir fjall í dag þar sem þeir mættu Selfoss drengjum frá samnefndum bæ. Það hefur verið unnið mikið og gott starf í handboltanum á Selfossi sem hefur skilað liðinu þar sem það er í dag ásamt því að drengir og stúlkur frá Selfossi eru að spila víða.  Alveg sæmilega mætt á leikinn og ágætis stemming.
Við byrjuðum leikinn þokkalega, frískir fyrstu mínútur leiksins en fórum illa með góð færi í framhaldinu og lentum undir.  Staðan eftir 10 mín. 6-4.  Leikurinn var svo jafn næstu mín. við að spila ágætan sóknarleik, jafnt eftir 20 mín. 10-10.  Þá hrökk allt í baklás hjá okkur, við hættum að nýta færin og spiluðum mjög illa sóknarlega ásamt því að vörn og markvarslan hreinlega hvarf. Mjög slæmt að enda hálfleikinn með þessum hætti, staðan í hálfleik 17-13.
Ljóst að við þyrftum að bæta okkar leik, spila betur sem lið í síðari hálfleik ásamt því að laga varnarleikinn.
Síðari hálfleikur var hreinlega ekki góður, við náðum okkur aldrei á strik, vörnin slöpp, markvarslan ekki góð, sóknarlega vorum við ekki að spila saman sem lið, mjög hægir og létum þá algjörlega stýra okkur.
Mér fannst vanta allan kraft og leikgleði í okkar leik.  Við vorum undir allan hálfleikinn og náðum aldrei að ógna mjólkur drengjunum af neinu viti. Við vorum 5 mörkum undir eftir 40 mín. og 7 mörkum eftir 50 mín.  27-20.  Þá var þessum leik lokið, við náðum smá spretti undir lokin en það dugði engan veginn í kvöld.  Lokatölur 31-25.
Mér fannst einhver doði yfir okkar mönnum, allur okkar leikur frekar einhæfur, hægur og það vantaði alla baráttu og kraft í okkur.  Þetta er eitthvað sem við þurfum að finna hjá okkur hverjum og einum.  Við erum fljótir að brjóta okkur út úr skipulaginu þegar illa gengur og það gengur ekki.  Við þurfum að hafa þolinmæði og vinnan saman sem lið. Varnarlega finnst mér við geta gert mun betur með meiri baráttu og vinnu.  Viktor byrjaði ágætlega í dag en náði ekki að fylgja því eftir og markvarslan ekki nægjanlega góð í kvöld.
Við þurfum að gera mun betur í næsta leik sem verður á heimavelli gegn Haukum, sjáumst á fimmtudag í Safamýrinni.  ÁFRAM strákar…………..

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!