Við FRAMarar fengum Hauka í heimsókn í Safamýrina í Olísdeild karla. Það hefur gengið hálf illa hjá okkur upp á síðkastið en Haukar verið á svaka siglingu, það var því smá beygur í fréttaritara þegar hann mætti á svæðið í kvöld. Það var ekki vel mætt en samt fín stemming í húsinu þegar á leikinn leið og beygurinn átti eftir að hverfa algjörlega.
Við byrjuðum leikinn í dag ekki nógu vel, vorum ekki að nýta færin, Viktor samt að verja ágætlega og hélt okkur inni í leiknum. Við tvisvar útaf á fyrstu 10 mín. og pínu vandræði á okkar leik, staðan eftir 10 mín. 1-5. Þessi munur á liðunum hélst næstu 10 mín. við að koma okkur í ágæt og góð færi en ekki að nýta þau vel,markvörður Hauka tók 10 bolta á fyrstu 20 mín. leiksins, það gengur ekki. Staðan eftir 20 mín. 6-11. Það vantaði eitthvað sjálfstraust í okkur, við vorum ragir og lékum ekki af fullum krafti lengi vel, samt vorum við vel inni í leiknum. Staðan í hálfleik 15-17. Við tókum flottan kipp fyrir hálfleik og náðum að koma okkur inn í leikinn sem var gríðarlega vel gert og gaf okkur trú fyrir síðari hálfleikinn. Fínn endir á fyrri hálfleik og spennandi að sjá hvernig við kæmum út eftir hlé.
Við vorum smá tíma í gang en eftir það vorum við flottir í þessum hálfleik, mikil barátta í öllum og liðið fór smátt og smátt að spila betur. Við náðum að jafna leikinn eftir 35-36 mín. 19-19 en þá var Siggi Þorsteins búinn að fá rautt fyrir mjög lítið, 2 mín. algjörlega málið fyrir svona káf. Staðan eftir 40 mín. 20-20. Það var jafnt á öllum tölum næstu 10 mín. við komust yfir í tvígang en náðum ekki að nýta möguleika okkar til að komast tvö yfir þegar við nýttum ekki góð færi, pínu fúllt. Staðan eftir 50 mín. 25-25. Við misstum svo Hauka aðeins fram úr okkur, vorum ekki að nýta færin okkar nógu vel, vorum klaufar að ná ekki að skora í autt markið í tvígang osfv. Við héldum samt áfram að berjast og uppskráum eftir því og vorum mjög nærri því að vinna boltann þegar 15 sek. voru eftir í stöðunni 30-31, hefði verið gaman að stela stigi í dag. Það tókst hinsvegar ekki og lokatölur í kvöld 30-32.
Margt gott í þessum leik og gríðarleg framför frá þeim síðasta. Síðari hálfleikur var bara góður, fín barátta í liðinu, allir að leggja sig fram, gott að fá Lúlla og Ragga meira inn, þeir þurfa að halda áfram að bæta sig því við þurfum á þeim að halda. Arnar Birkir góður, Viktor fínn í markinu og góður andi í mannskapnum þegar líða tók á leikinn. Þurfum að byggja á þessu og halda áfram á þessari braut. Fínn leikur drengir.
Næsti leikur er í bikarnum á sunnudag kl.14:00 gegn Fjölni 2 í Dalhúsum sjáumst á sunnudag.
ÁFRAM FRAM
Fullt af myndum hér http://frammyndir.123.is/photoalbums/281200/