fbpx
raggi-gegn-haukum-vefur

FRAM komið í 8 liða úrslit Coca Cola bikarsins

davidsson-geng-haukumStrákarnir í handboltanum léku í dag í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins.  Leikið var gegn Fjölni 2 og var leikið í Dalhúsum.  Ekki margir mættir á þennan leik enda ekki búist við neinum topp handboltaleik.  Fyrirfram ljóst að þetta lið ætti ekki að trufla okkur neitt og nánast formsatriði að klára leikinn en í bikar er aldrei neitt fast í hendi.
Leikurinn byrjaði heldur rólega en við tókum smátt og smátt völdin á vellinum, staðan eftir 10 mín, 1-4 að mig minnir og svo 3-9, við bættum svo stöðugt við fram að hálfleiki og staðan í hálfleik 9-18.  Mjög fáir leikmenn úr byrjunarliði okkar að spila, einn og einn sem datt inn á völlinn en ungu strákarnir tóku þennan leik og gerðu það bara nokkuð vel.
Það var því ljóst að síðari hálfleikur yrði formsatriði en það þarf að halda einbeytingu og mikilvægt að spila af krafti þannig að leikmenn fá eitthvað út úr svona leikjum. Mér fannst við gera það nokkuð vel, við spiluðum þennan leik bara vel og allir að leggja eitthvað af mörkum. En eins og við má búast var minni alvara í þessu síðari hálfleik en allir komust heilir frá leiknum, lokatölur 18-28. Við þar með komnir í 8 liða úrslit og spennandi að sjá hvaða andstæðinga við fáum næst.  Þorgeir Bjarki var með 6 mörk í dag, Ragnar Þór, Guðjón Andri og Lúðvík Thorberg 4 aðrir minna.
Næsti leikur okkar í deildinni er á heimavelli á fimmtudag gegn Val, sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email