fbpx
sigur-gegn-val-vefur

Flottur sigur í „Reykjavíkurslag“ Olísdeildar karla

gudjonStrákarnir okkar í handboltanum mættu Val á heimavelli í kvöld, það var ferlega illa mætt þegar leikurinn hófst en bætti verulega í fljótlega eftir að leikurinn byrjaði.  Aldrei góð mæting í desember en fín stemming á pöllum þegar á leikinn leið og góður stuðningur frá okkar fólki.  FRAMarar eru flottastir. Það var pínu spenna fyrir þennan leik, við ekki unnið lengi en vorum að spila vel í síðasta leik og því fróðlegt að sjá hvernig við myndum mæta stemmdir í þennan Reykjavíkurslag.
Við byrjuðum ekki nóg vel, stóðum vörnina reyndar ágætlega, Viktor Gísli að verja vel en sóknarlega vorum við ekki að nýta færin og ekki að velja þau vel. Viktor hélt okkur algjörlega inni í leiknum fyrstu 10 mínútur leiksins, staðan eftir 10 mín. 2-4.  Við jöfnuðum leikinn í 5-5 og eftir það var jafnt á flestum tölum, staðan eftir 20 mín 8-8. Við komumst svo fljótlega tvö yfir og náðum að halda því út hálfleikinn, staðan í hálfleik 13-11.  Nokkuð góður hálfleikur hjá okkur Arnar Birkir og Viktor að spila vel, flott barátta í vörninn og sóknarleikurinn fínn en við enn að flýta okkur stundum og taka rangar ákvarðanir. Mér fannst við geta verið meira yfir en náðum ekki að nýta okkar möguleika til fulls.  Margt gott.
Svo er það alltaf hvað gerist eftir hlé ? Við byrjuðum bara vel, vorum áræðnir í sókn og vörnin bara drullu góð, fín barátta í liðinu, Siggi og Bjartur flottir í miðju varnarinnar.  Við bættum heldur við, staðan eftir 40 mín. 19-16, hörkuleikur í gangi og átök. Við náðum svo fjórum mörkum á þá í stöðunni 22-18 en misstum það niður í tvö, staðan eftir 50 mín. 22-20.  Þá kom kafli sem gerði út um þennan leik, við settum á þá fimm mörk í röð og útlitið gott, Lúðvík, Guðjón og Gauti fóru hreinlega á kostum ásamt því að Daníel kom í markið og lokaði því hreinlega.  Hrikalega flott innkoma hjá Guðjóni og Daníel.  Við kláruðum svo þennan leik með stæl, glæsilegur sigur í Safamýrinni, 30-23 staðreynd.
Margt gott hægt að segja um þennan leik, barátta leikmann var til fyrirmyndar allan leikinn, allir að leggja sig fram og margir að leggja í púkkið.  Arnar Birkir góður allan leikinn, Lúðvík og Gauti áttu  mjög góðan leik og tóku við keflinu af Arnari þegar hann var tekinn út.  Guðjón og Danni komu inn og skiluðu sínu 100%, Bjartur góður í vörninn,  Viktor átti í raun fínan leik í markinu og hverja á ég eiginlega eftir ?  Það skiluð allir sínu og sumir aðeins meira sem er frábært og gríðarlega mikilvægt.   Við eigum „mont réttinn“ í Reykjavík núna, muna það strákar.
Næsti leikur er 17. des á Akureyri og ég lofa því að ef við spilum svona þá getum við klárað þann leik,  þessi geðveiki sem við sáum í kvöld skilar alltaf stigum munið mig um það.

ÁFRAM FRAM

Fullt af myndum á heimasíðu Jóa Kristins http://frammyndir.123.is/photoalbums/281260/  kíkið á það.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email