fbpx
blakhopur-12-des

Hörkufjör í “öldungablaki” í Ingunnarskóla

blakhopur-des-2016Í haust kom saman hópur áhugasamra blakspilara sem langaði að víkka út svið Almenningsíþróttadeildar FRAM og hefja reglubundnar æfingar í blaki. Hópurinn tók á leigu tíma í íþróttahúsi Ingunnarskóla og hóf æfingar strax í byrjun sept. Það var nokkuð stór hópur sem byrjaði en eins og gengur þá fækkaði aðeins þegar á veturinn leið. Hópurinn réð til sín þjálfara en Natalia Ravva var fenginn í verkið og er hópurinn sérstaklega heppin með þá ráðningu. Natalia er þrautreyndur blakari bæði sem leikmaður og þjálfari.  Æfingar hafa því gengið vel, miklar framfarir hafa orðið hjá hópnum á þessum stutta tíma og mikil ánægja með hvernig til hefur tekist.  Hópurinn núna samanstendur að tæplega 20 einstaklingum sem eru núna farnir að æfa blak tvisvar í viku og góð stemming í hópnum.   Enn er hægt að bætast í hópinn en hópurinn ætlar að halda í ótrauður áfram á nýju ári.
Þeir sem hafa áhuga á því að bætast í hópinn geta látið sjá sig á æfingum sem eru á:
Þriðjudögum í Ingunnarskóla kl. 20:00-21:00
Miðvikudögum í Sæmundarskóla kl. 20:00-21:00.
Eins er hægt að fylgjast með hópnum á facebook síðu hópsins „Öldungablak FRAM“ þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og fá upplýsingar.
Virkilega flott framtak og verður spennandi að sjá hvernig hópinn mun vaxa og dafna á næstu árum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0