Beltapróf Taekwondodeildar Fram var haldið nú um helgina eins og venjan er í desember. Vel á annan tug iðkenda á aldrinum 5 – 45 ára tóku prófið og stóðust þeir allir. Spenna og eftirvænting einkenndi hópinn enda stífar æfingar að baki. Hærri beltin krydduðu daginn með glæsilegum tilþrifum við að kíla og sparka í gegn um plötur og Guðmundur Pascal sýndi hvernig á að brjóta múrsteina með berum höndum.
Að þessu sinni voru tveir iðkendur sem hlutu sérstakar viðurkenningar, Arnar Valsson fékk verðlaun fyrir að vera fyrirmyndar nemandi og Loftur Bjarni Ingvarsson fyrir mestu framfarir á önninni. Að prófinu loknu fögnuðu stoltir iðkendur, foreldrar og þjálfarar nýum beltagráðum með glæsilegri pizzu veislu frá Eldsmiðjunni.
Miklar framfarir hafa átt sér stað á önninni enda státar deildin af frábærum þjálfurum og einbeittum hópi iðkenda.
Eftir áramót mun deildin einbeita sér að fjölda verkefna sem mæta taekwondo iðkendum á komandi önn. Þar ber að nefna RIG, tvö bikarmót, Íslandsmeistaramótið í bardaga og keppnisferð til Berlínar. Það verður án efa ánægjulegt að fylgjast með þessum glæsilega hópi takast á við þessi krefjandi verkefni sem framundan eru.
Að lokum viljum við minna á að taekwondo er íþrótt fyrir alla og aldrei of seint að byrja að æfa.
Æfingar eru þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl 18:00 og á laugardögum kl 12:00.
Það eru allir velkomnir að koma og prufa, enda tilvalið að byrja að æfa skemmtilega og krefjandi íþrótt á nýu ári.
Taekwondodeild FRAM