fbpx
arnar-birkir-gegn-grottu-vefur

Frábær FRAM sigur í Olísdeild karla

davidsson-geng-haukumStrákarnir okkar lögðu snemma afstað í morgun en þeir mættu Akureyri í lokaleik okkar fyrir áramót í Olísdeildinni. Það var góður andi í hópnum í gær þegar ég hitti á drengina, mér fannst vera stemming fyrir leiknum, allir á því að leggja allt í þennan leik enda mikilvæg stig í boði.
Leikurinn byrjaði vægast sagt vel í dag, vorum frábærir, skoruðum úr öllum okkar sóknum lengi vel og náðum strax forrustu. Vörnin var að vinna vel en Akureyri ekki að spila vel sem við nýttum okkur til fulls. Staðan eftir 10 mín.  2-9. Það var ljóst að þetta myndi ekki gang svona endalaust, við urðum pínu kærulausir að mér fannst og slökuðum aðeins á sem var algjör óþarfi.  Staðan eftir 20 mín. 8-11.  En við náðum okkur svo aðeins á strik aftur og kláruðum hálfleikinn ágætlega. Staðan í hálfleik 10-15.  Fínn fyrri hálfleikur hjá okkur ef undan er skilinn smá kafli þar sem við nýttum færin okkar illa.
Síðari hálfleikur byrjaði svo vel, við bættum í sóknarlega og stóðum vörnina ágætlega.  Þurftum ekki að hafa neitt sérstaklega fyrir þessu en við að spila ljómandi vel. Staðan eftir 40 mín. 13-20.  Við héldum áfram að bæta í margir að spila vel og við áttum frekar auðvelt með að skora ásamt því að vörn og markvarsla var í góðu lagi. Staðan eftir 50 mín. 17-25. Við náðum svo mest 9 marka mun nokkrum sinnum og lönduðum þessum leik með stæl. Lokatölur í dag 25-34.  Hrikalega mikilvægur sigur FRAM í dag.   Það voru margir að spila vel í dag, Arnar Birkir var frábær í fyrri hálfleik,  Daníel var flottur í markinu, Valdi góður á línunni og Þorgeir Bjarki lék mjög vel í dag.  Þetta var í raun sigur liðsins, allir að leggja sitt af mörkum og gríðarlega mikilvæg stig í húsi.
Frábært að enda mótið með sigri og fara brosandi í jólafríið.  Nú er bara að nýta fríið vel, æfa vel og koma tvíelfdir til leiks í febrúar. Glæsilegt drengir og njótið heimferðarinnar.
Gleðileg Jól !

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0