fbpx
mfl

Fyrir skömmu fór fram uppskeruhátið meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir árið 2016

arnor-adalsteinssonsigurpall-melbergdino-gavriFyrir skömmu fór fram uppskeruhátið meistaraflokks karla í knattspyrnu fyrir árið 2016 hjá Knattspyrnufélaginu Fram.Eftirtöldum leikmönnum voru veittar viðurkenningar:

Efnilegasti leikmaðurinn 2016: Arnór Daði Aðalsteinsson.
Arnór sem fæddur er árið 1997 mætti kalla fyrstu kynslóð leikmanna Fram úr Úlfarsárdalnum en faðir hans er Aðalsteinn Aðalsteinsson sem lengi þjálfaði hjá félaginu og hefur fjölskylda hans búið í Úlfarsárdalnum nánast frá upphafi vega þar.  Arnór er varnarmaður að upplagi en getur leyst stöðu miðjumanns að auki.  Í sumar var Arnór í lykilhlutverki og fyrirliði 2.flokks þar til hann var kallaður í stærra hlutverk í meistaraflokknum.  Um mitt sumar var hann orðinn fastamaður í byrjunarliðinum sem vinstri bakvörður og skilaði því hlutverki með sóma.  Arnór Daði lék samtals 12 leiki með meistarflokki í deild og bikar 2016 og á að auki 8 leiki árið 2015

Mestu framfarir 2016: Sigurpáll Melberg Pálsson
Sigurpáll sem fæddur er árið 1996 er uppalinn í Aftureldingu og lék 23 leiki í deild og bikar fyrir meistaraflokk í mosfellsbænum árið 2014.  Hann lék með 2.flokki Víkings Rvk árið 2015 og kom í Fram haustið 2015.  Hann lék nokkrar stöður á undirbúningstímabilinu m.a. sem hægri bakvörður en náði ekki alveg að festa sig í sessi í liðinu.  Sigurpáll er gríðarlega metnaðarfullur leikmaður og hefur lagt mikið á sig aukalega undanfarin ár og það skilar sér inná völlinn.  Hann kom snemma á tímabilinu 2016 inn í liðið sem varnarsinnaður miðjumaður og greip þá stöðu traustataki, Hann óx mikið á tímabilinu sem leikmaður og seinni hluta mótsins þegar liðinu gekk sem best var Sigurpáll einn besti leikmaður liðsins.  Hann lék samtals 21 leik í deild og bikar 2016.

Besti leikmaðurinn 2016: Dino Gavric
Dino Gavric kom ásamt nokkrum öðrum leikmönnum til liðsins skömmu fyrir tímabilið 2016.  Nýjum leikmönnum gekk misvel að aðlagast en Dino Gavric stóð uppúr.  Dino er mikill fagmaður og var mjög fljótur að komast inn í leikstíl liðsins.  Dino er sterkur karakter og var fljótt kominn með hugarfar á við uppalinn Framara.  Dino Gavric er traustur varnarmaður, hann stýrði varnarleik liðsins í sumar, lék samtals 21 leik í deild og bikar og skoraði auk þess 3 mörk.

Við óskum þessum leikmönnum hjartanlega til hamingju með vel unnin störf og væntum mikils af þeim á komandi tímabili.

Knattspyrnudeild FRAM

 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!