fbpx
deildarbikarneistarar-2016-vefur

FRAM stelpur Flugfélags Íslands deildarbikarmeistarar 2016

steinunn-bStelpurnar okkar í handboltanum hafa verið á fullu síðustu tvo daga en þær léku í deildarbikarnum, Flugfélags Íslands bikarnum.  Í gær var leikið í undanúrsltum en liðin sem töpuðu í gær eru úr leik en í dag var svo leikið til úrslita,leikið var á Seltjarnarnes.
Við mættum Val í gær og byrjaði sá leikur ekki vel, við vorum undir í byrjun 1-5 en náðum smátt og smátt að vinna okkur inn í leikinn.  Munurinn var eitt mark í hálfleik en við vorum fljótar að komast yfir í þeim síðari og náðum svo að klára leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 26-23.  Þetta þýddi að við myndum mæta Stjörnunni í úrslitaleiknum sem var leikinn í kvöld.
Leikurinn í kvöld byrjaði rólega, liðunum gekk illa að skora lengi framan af, en varnarleikur og markvarsla beggja lið í góðu lagi.  Við náðum svo að klára hálfleikinn aðeins betur sóknarlega og vorum yfir í hálfleik 11-9. Við í raun að spila vel en náðum ekki að nýta færin nógu vel.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, bættum fljótlega í en leikurinn enn jafn og spennandi.  Við náðum að komast aftur í 4 mörk eftir 45 mín, 19-15.  Við héldum þessari forrustu áfram og vorum fimm mörk yfir þegar sjö mín. voru eftir. Þá kom eitthvað hik á mannskapinn, fengum á okkur skrítna dóma og þær náðu að komast inn í leikinn.  Við kláruðum svo  leikinn 23-22 og erum deildarbikarmeistarar 2016.
Flottur leikur hjá okkar stelpum, margir að spila vel,  Steinunn var valinn maður leiksins en eins og áður sagði mjög margir að leggja í púkkið í dag.  Glæsilegt að enda árið með þessum hætti, stelpurnar okkar taplausar á þessu tímabili sem verður að teljast gott.   Til hamingju stelpur.

ÁFRAM FRAM

Fullt af flottum myndum úr leiknum er að finna á heimasíðu Jóa Kristins http://frammyndir.123.is/photoalbums/281455/
M
yndir kvöldsins eru í boði Eyjólfs Garðarssonar en hann var á vélinni í kvöld í fjarveru Jóhann.
Takk fyrir myndirnar Eyjólfur.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!