Stelpurnar okkar í handboltanum hafa verið á fullu síðustu tvo daga en þær léku í deildarbikarnum, Flugfélags Íslands bikarnum. Í gær var leikið í undanúrsltum en liðin sem töpuðu í gær eru úr leik en í dag var svo leikið til úrslita,leikið var á Seltjarnarnes.
Við mættum Val í gær og byrjaði sá leikur ekki vel, við vorum undir í byrjun 1-5 en náðum smátt og smátt að vinna okkur inn í leikinn. Munurinn var eitt mark í hálfleik en við vorum fljótar að komast yfir í þeim síðari og náðum svo að klára leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 26-23. Þetta þýddi að við myndum mæta Stjörnunni í úrslitaleiknum sem var leikinn í kvöld.
Leikurinn í kvöld byrjaði rólega, liðunum gekk illa að skora lengi framan af, en varnarleikur og markvarsla beggja lið í góðu lagi. Við náðum svo að klára hálfleikinn aðeins betur sóknarlega og vorum yfir í hálfleik 11-9. Við í raun að spila vel en náðum ekki að nýta færin nógu vel.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, bættum fljótlega í en leikurinn enn jafn og spennandi. Við náðum að komast aftur í 4 mörk eftir 45 mín, 19-15. Við héldum þessari forrustu áfram og vorum fimm mörk yfir þegar sjö mín. voru eftir. Þá kom eitthvað hik á mannskapinn, fengum á okkur skrítna dóma og þær náðu að komast inn í leikinn. Við kláruðum svo leikinn 23-22 og erum deildarbikarmeistarar 2016.
Flottur leikur hjá okkar stelpum, margir að spila vel, Steinunn var valinn maður leiksins en eins og áður sagði mjög margir að leggja í púkkið í dag. Glæsilegt að enda árið með þessum hætti, stelpurnar okkar taplausar á þessu tímabili sem verður að teljast gott. Til hamingju stelpur.
ÁFRAM FRAM
Fullt af flottum myndum úr leiknum er að finna á heimasíðu Jóa Kristins http://frammyndir.123.is/photoalbums/281455/
Myndir kvöldsins eru í boði Eyjólfs Garðarssonar en hann var á vélinni í kvöld í fjarveru Jóhann.
Takk fyrir myndirnar Eyjólfur.