fbpx
steinunn-vefur

Steinunn Björnsdóttir íþróttamaður FRAM 2016

steinunn-bjornsdottir-ithrottamadur-framSteinunn Björnsdóttir var í dag valinn  íþróttamaður FRAM 2016.

Steinunn er fædd 1991 og er uppalin Framari.  Hún æfði og spilaði upp yngri flokka Fram.  Hún tók sér síðan frí frá handbolta nokkurn tíma meðan hún bjó í Kanada.  Þegar hún flutti heim aftur tók hún upp þráðinn með Fram og má segja að hún hafi tekið stöðugum framförum síðan.

Hún hóf að leika með meistaraflokki Fram veturinn 2009 – 2010 og hefur nú leikið um það bil 200 leiki með meistaraflokki Fram.

Hlutverk hennar hafði þar til í fyrravetur verið varnarhlutverk að stórum hluta.  En vegna forfalla leikmanna s.l. vetur þá var hún sett inná línu og sagt að spila þar.  Árangurinn er sá að hún er að verða einn af betri línumönnum í deildinni hér heima.  Hún hefur í vetur skorað 49 mörk í deildinni í 10 leikjum eða um 5 mörk að meðaltali í leik ásamt því að ná í ófá vítaköst.

Steinunn var valinn mikilvægasti leikmaður mfl. kvenna Fram á lokahófi deildarinnar s.l. vor.

Steinunn hefur átt sæti í landsliði Íslands og á að baki alls 21 landsleik, en varð að draga sig út úr landsliðshópi núna í vetur vegna meiðsla.

Steinunn er það sem þjálfari myndi líklega kalla nánast fullkominn leikmann.  Leggur sig alltaf fram 110% á æfingum og leikjum og dregur aðra leikmenn með sér.  Leikmaður sem gerir samherja sína betri leikmenn.

Til hamingju Steinunn Björnsdóttir

ÁFRAM FRAM

P.s Myndir úr hófinu  í dag er hægt að sjá á http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!