fbpx
flott-bardagamynd-vefur

Velkominn á æfingar hjá Taekwondodeild Fram í Grafarholti

konurnar-002flott-bardagamyndÆfingar hefjast skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar, 2017 kl. 18:00 í Ingunnarskóla. Við hvetjum alla til að nýta sér ókeypis prufutíma og kynnast þannig skemmtilegri fjölskylduíþrótt sem hentar ungum sem öldnum.  Sér í lagi má benda á að Taekwondo er tilvalin íþrótt fyrir byrjendur á öllum aldri því greinin sameinar allt í senn snerpu, styrk, einbeitingu, þol og liðleika.

Taekwondo er mest stundaða bardagaíþrótt heims í dag og er keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Í Taekwondo gefst fólki tækifæri til að læra sjálfsvörn og stunda skemmtilega og örugga íþrótt. Það hljómar eflaust ótrúlega en slysatíðni í Taekwondo er aðeins 0.34% sem er ein sú lægsta sem finnst í íþróttum.

Taekwondo er fyrir fólk á öllum aldri sem er að hreyfa sig í fyrsta skipti í langan tíma. Við erum með iðkendur á aldrinum 5 til 50 ára og erum samheldinn hópur bæði á æfingum sem og utan.

Þú ert velkominn á æfingu hjá okkur!

Taekwondodeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!