Æfingar hefjast skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar, 2017 kl. 18:00 í Ingunnarskóla. Við hvetjum alla til að nýta sér ókeypis prufutíma og kynnast þannig skemmtilegri fjölskylduíþrótt sem hentar ungum sem öldnum. Sér í lagi má benda á að Taekwondo er tilvalin íþrótt fyrir byrjendur á öllum aldri því greinin sameinar allt í senn snerpu, styrk, einbeitingu, þol og liðleika.
Taekwondo er mest stundaða bardagaíþrótt heims í dag og er keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Í Taekwondo gefst fólki tækifæri til að læra sjálfsvörn og stunda skemmtilega og örugga íþrótt. Það hljómar eflaust ótrúlega en slysatíðni í Taekwondo er aðeins 0.34% sem er ein sú lægsta sem finnst í íþróttum.
Taekwondo er fyrir fólk á öllum aldri sem er að hreyfa sig í fyrsta skipti í langan tíma. Við erum með iðkendur á aldrinum 5 til 50 ára og erum samheldinn hópur bæði á æfingum sem og utan.
Þú ert velkominn á æfingu hjá okkur!
Taekwondodeild FRAM