Í dag fór fram leikur í OLÍS deild kvenna þar sem Fram tók á móti Haraldi Þorvarðarssyni og stúlkunum hans í Fylki.
Fram var nokkuð breytt frá því i síðasta leik fyrir jól. Hekla Rún er farinn í nám til Spánar og verður væntanlega ekki meira með í vetur. Í staðinn hefur Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir tekið fram skóna að nýju og mun verða með til vors. Elísabet Gunnarsdóttir hefur einnig tekið fram skóna að nýju og verður einnig með til vors.
Hafdís Iura hefur verið lánuð til Fylkis og var því ekki með.
Hulda Dags meiddist á æfingu í gær og var því heldur ekki með í dag.
Leikurinn byrjaði nokkuð vel. Fram komið yfir 4 – 1 eftir 10 mínútur. Eftir það jafnaðist leikurinn en Fram þó heldur að auka muninn. Undir lok hálfleiksins náði Fram 5 marka forustu 11 – 6.
Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með og munurinn hélst nokkurn veginn óbreyttur. Undir lok leiksins náði Fram þó að gera aðeins betur og sigraði að lokum með átta mörkum 26 – 18.
Öruggur sigur en það þurfti að hafa vel fyrir þessum tveimur stigum.
Sóknarleikurinn gekk oft ágætlega, sérstaklega þegar við gáfum okkur tíma til að láta boltann ganga og kerfin rúlla.
Vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik og alveg þokkaleg í þeim seinni. Í raun góð ef leikurinn er tekinn í heild.
Guðrún Ósk var að venju góð í markinu og varði alls 20 skot.
Mörk Fram skoruðu Sigurbjörg 6, Ragnheiður 5, Hildur 5, Steinunn 4, Marthe 2, Arna Þyrí 2, Elísabet Mjöll 1 og Guðrún Þóra 1.
Í stuttu máli flottur sigur í hörku leik og tvö mjög góð stig.
Næsti leikur er útileikur á móti Íslandsmeisturum Gróttu á Seltjarnarnesi næsta laugardag.
Áfram Fram