fbpx
Steinunn gegn stjörnunni II vefur

Baráttu sigur FRAM kvenna í Olísdeildinni

ragnheidur-gegn-haukumStelpurnar okkar í handboltanum mættu Gróttu á útivelli í dag.  Það er alltaf stemming að mæta á nesið, ágætlega mætt og Gróttu stelpur á uppleið. Það var því búist við hörkuleik á nesinu í dag sem varð raunin.
Við byrjuðum leikinn í dag ekki nógu vel, töpuðum mikið af boltum og vörnin var ekki að finna sig í byrjun. Staðan eftir 10 mín. 6-4.  Við náðum ekki almennilegum tökum á þessu leik, héldum áfram að elta en náðum að jafna leikinn á 17 mín. í 9-9.  Við bættum svo jafnt og þétt í, vorum yfir eftir 20 mín. 9-11. Við lékum svo vel fram að hálfleik, gerðum mikið af góðum mörkum en vorum í smá vandræðum varnarlega.  Mikið skorað í fyrri hálfleik, 13-15 þegar liðin gengu til búningsklefa. Skemmtilegur leikur en sveiflukenndur af okkar hálfu, ljóst að við gætum bætt okkur varnarlega sem er venjulega lykill að sigri.
Síðari hálfleikur byrjaði svo ágætlega, okkur gekk ekki nógu vel sóknarlega en vörnin var að vinna vel, ekki mikið skorað, staðan eftir 40 mín. 15-18.  Leikurinn var svo stál í stál næstu mínútur,  gríðarleg barátta í báðum liðum og allir okkar leikmenn að leggja sig fram.  Staðan eftir 50 mín. 17-21.
Við náðum svo fljótlega að komast fimm mörk yfir og mest vorum við komnar í 6 mörk þegar 3-4 mín voru eftir.  Lokatölur í dag 19-24, nokkuð öruggur sigur á erfiðum útivelli.  Leikurinn í dag var skemmtilegur, mikil barátta, fínn sóknarleikur á köflum, markvarsla og varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega frábær. Gríðarlega mikilvægur sigur, allir okkar leikmenn fá hrós í dag fyrir baráttu og mikið vinnuframlag.
Vel gert stelpur.
Mörk FRAM í dag, Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Marthe Sördal 1, Elva Þóra Arnardóttir 1, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1. Gúðrún stóð í markinu og varði 12-14 bolta.
Næsti leikur er eftir slétta viku á heimavelli gegn Val, það verður eitthvað, sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Það koma myndir úr leiknum inn á þessa slóð á eftir  http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!