fbpx
alex-freyr-vefur

Góður sigur gegn ÍR á Reykjavíkurmótinu

ReyesVið FRAMarar mættum ÍR í öðrum leik okkar á Reykjavíkurmótinu í fótbolta í kvöld, leikið var að venju í Egilshöll og bara vel mætt.
Við erum að tefla fram mörgum ungum FRAM strákum í þessum leikjum bæði í kvöld og í síðasta leik. Því mjög spennandi að fylgjast með liðinu núna og hvernig þessir drengir sem nú eru að stíga sín fyrstu skref koma út í þessu fyrstu leikjum liðsins.  Ivan Bubalo var mættu til leiks en hann er nýlega mættur til landsins aftur eftir frí.
Fyrri hálfleikur var ekkert sérstaklega fjörugur en mér fannst við mun betri aðilinn í leiknum. Fátt um færi, Kristófer Reyes átti skalla í slá annars var þetta töluverður barningur eins og svo oft á þessum tíma árs.  Staðan í hálfleik 0-0.
Það var svo Kristófer Reyes sem kom okkur yfir eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði í markið  fyrirgjöf frá  Alex Frey. Flott mark.  Alex Freyr setti svo annað mark á 70 mín. eftir aukaspyrnu frá Unnari Steini.  Það var svo rétt undir lokin að ÍR náði að minnka muninn en lokatölur í kvöld 2-1 sigur á ÍR.
Flottur sigur og gott að byrja mótið á tveimur sigrum, vel gert hjá okkar strákum.
Næsti leikur er á föstudag gegn KR í Egilshöll,  endilega kíkið á þann leik.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!