fbpx
Elísabet

Tvær frá FRAM í landsliðshópi Íslands U-19 í handbolta

elisabet-mjolllena-margretKári Garðarsson þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna í handbolta hefur valið 16 stúlkur sem taka þátt í undankeppni Evrópumótsins á Spáni 17 – 19. mars næst komandi.   Liðið mun koma saman til æfinga  12. mars  og æfir saman fram að móti.   Ísland leikur í riðli með Spáni, Rúmeníu og Litháen  en tvö efstu liðin fara áfram á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu í júlí.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum lokahópi en auk þeirra eigum við tvo leikmenn sem verða í æfingahópnum áfram og verða til taks ef á þarf að halda.  Þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:

Hópurinn er eftirfarandi

Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir                     Fram
Lena Margrét Valdimarsdóttir                  Fram

Til vara:
Svala Júlía Gunnarsdóttir                            Fram
Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir                    Fram

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!