fbpx
Elísabet

Tvær frá FRAM í landsliðshópi Íslands U-19 í handbolta

elisabet-mjolllena-margretKári Garðarsson þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna í handbolta hefur valið 16 stúlkur sem taka þátt í undankeppni Evrópumótsins á Spáni 17 – 19. mars næst komandi.   Liðið mun koma saman til æfinga  12. mars  og æfir saman fram að móti.   Ísland leikur í riðli með Spáni, Rúmeníu og Litháen  en tvö efstu liðin fara áfram á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Slóveníu í júlí.
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum lokahópi en auk þeirra eigum við tvo leikmenn sem verða í æfingahópnum áfram og verða til taks ef á þarf að halda.  Þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:

Hópurinn er eftirfarandi

Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir                     Fram
Lena Margrét Valdimarsdóttir                  Fram

Til vara:
Svala Júlía Gunnarsdóttir                            Fram
Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir                    Fram

Gangi ykkur vel.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!