fbpx
steinunn-gegn-selfoss-god-vefur

Flottur sigur í Reykjavíkurslag Olísdeildar kvenna

Ragnheiður gegn GróttuStelpurnar okkar í handboltanum léku í dag við Val á heimavelli í Olísdeild kvenna.  Það var fín stemming í húsinu í dag, kvennakvöld í uppsiglingu og spenna í kvennþjóðinni. Magnað hvað það er alltaf vel mætt á okkar kvennaleiki og í raun aðdáunnarvert.
Við byrjuðum leikinn í dag nokkuð vel, ljóst að við værum að spila við gott lið sem ætlaði ekki að gefa okkur neitt.  Jafnt á flestum tölum, við samt alltaf með fumkvæðið, ekki mikið skorað til að byrja með, staðan eftir 10 mín. 3-2.  Leikurinn var svo í járnum, staðan eftir 20 mín. 8-6. Þá kom góður kafli hjá okkar stelpum, vörnin small og mikið af góðum mörkum í kjölfarið. Staðan í hálfleik 12-8.  Kannski pínu fúllt að vera ekki meira yfir í hálfleik en ljómandi góður leikur hjá okkar stelpum.
Við byrjuðum síðari hálfleik ágætlega, héldum vel í horfinu en áttum að gera betur þegar við vorum fleiri á vellinum. Staðan eftir 40 mín. 15-12. Mér fannst við vera með þennan leik algjörlega í okkar höndum, vorum betri á öllum sviðum, staðan eftir 50 mín.  20-17.  Við klárum svo þennan leik nokkuð örugglega, Valur gerði áhlaup en við stóðumst það ágætlega og þá sérstaklega Guðrún í markinu sem varði oft vel. Lokatölur í dag 24-21.
Flottur sigur í dag og mjög mikilvægur, margir að spila vel í dag, Ragnheiður flott, Guðrún átti mjög góða kafla í dag, þó hún hafi oft varið fleiri bolta, Steinunn, Guðrún Þóra og Sigurbjörg skiluðu góðu dagsverki.  Næsti leikur verður erfiður, gegn ÍBV í eyjum á föstudag. Það verður örugglega hægt að horfa á hann á ÍBV-tv.  Kíkið á það.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!