Hulda Dagsdóttir leikmaður mfl. kvenna í handbolta verður frá keppni það sem eftir lifir ársins. Þetta kom í ljós í síðustu viku eftir myndatökur og lækniskoðun. Huldasem meiddist á æfingu er með slitin krossbönd og þarf að fara í aðgerð. Það er því ljóst að Hulda spila mjög líklega ekki meira með FRAM á þessu ári því reikna má með því að endurhæfing taki 6-8 mánuði eftir svona erfið meiðsl.
Nú tekur við mikil vinna hjá Huldu, það þarf nefnilega þrautseigju, aga og dugnað til vinna sig út úr meiðslum sem þessum en að hefur sýnt sig að þeir sem vinna vel í sínum málum geta auðveldlega komið til baka og eru þá oft sterkari en áður.
Við FRAMarar sendum Huldu baráttu og bata kveðju, vonumst til að sjá þig á vellinum sem fyrst.
ÁFRAM FRAM