fbpx
andri-thor-vefur

Stórt tap á heimavelli í Olísdeild karla

davidsson-geng-haukumVið FRAMarar mættum FH á heimavelli í Olísdeild karla í kvöld. Fyrsti leikur strákanna eftir HM hlé, vel mætt í húsið en dauf stemming að mér fannst.  Kannski erfitt að rífa upp stemmingu í svona leik.
Við byrjum ekki vel í kvöld, stóðum vörnin illa, vorum klaufar sóknarlega  og þegar færin komu þá fórum við illa með þau.   Við lentum strax undir og eltum allan hálfleikinn, við alls ekki að ná okkur á strik í þessum hálfleik.  Staðan í hálfleik, 12-17.  Alveg ljóst að við þyrftum að gera betur, það vantaði allan kraft í okkur og baráttu.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel, það vantaði einhverja trú og kraft í okkar menn.  Við komumst svo aðeins betur inn í leikinn, náðum að loka aðeins á þá varnarlega í nokkrar sóknir og settum fín mörk. Náðum að minnka muninn í fjögur mörk að mig minnir en svo sprungum við aftur.  Auðvitað vorum við að rembast og taka sénsa sem hreinlega gengu ekki upp.  Varnarlega vorum við ekki góðir, létum teyma okkur út og suður, allt galopið í kvöld.  Leikurinn endaði heldur illa, lokatölur 28-38.
Mér fannst við ólíkir sjálfum okkur í kvöld, vantaði allan kraft, ´vorum ekki að vinna saman, varnarlega alls ekki góðir og sóknarlega seinir í gang.  Það að skora 28 mörk er alls ekki slæmt en ljóst að við þurfum að gera betur.   Það verður lítið hægt að svekkja sig yfir þessu, næsti leikur er á mánudag gegn Stjörnunni og þá þurfum við að sýna okkar rétta andlit.  Upp með hausinn drengir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0