fbpx
ragnheidur-gegn-grottu-vefur

Tap gegn ÍBV í eyjum

steinunn-gegn-selfossStelpurnar okkar í handboltanum flugu í dag til eyja en þar mættu þær eyjastúlkum í Olísdeildinni.  Það var leikið í gamla húsinu í dag og frekar fátt á vellinum, stemmingin fyrir stelpunum eitthvað að dofna í eyjum ?
Við byrjuðum ágætlega, náðum strax frumkvæðinu og við litum ágætlega út,  þrátt fyrir að gera of mikið af mistökum.  Leikurinn í jafnvægi og staðan eftir 20 mín. 7-8.  Við náðum svo ekki að klára hálfleikinn nægjanlega vel, staðan í hálfleik, 13-12. Ljóst að við þyrftum að gera betur á flestum sviðum til að klára þennan leik.
Byrjun síðari hálfleiks leit bara ágætlega út, við mun frískari og náðum að snúa leiknum okkur í hag, staðan eftir 40 mín. 18-20.  Sóknarlega vorum við að spila vel en vörn og markvarslan ekki alveg að smella.  En hvað gerðist svo er erfitt að segja við einhvern veginn duttum út, það fjaraði undan okkur all svakalega á meðan allt gekk upp hjá ÍBV. Við hreinlega ekki að spila vel, staðan eftir 50 mín. 26-23. Lokakafli leiksins var svo algjörlega skelfilegur hjá okkur, vörn og markvarsla í molum, sóknarlega vorum við alls ekki að gera vel. Í stað þess að gera áhlaup á ÍBV þá réttum við þeim leikinn upp í hendur og það veit ekki á gott.  Lokatölur 32-26.  Fyrsta tap vetrarins staðreynd, við hreinlega náðum okkur ekki á strik í þessum leik, enginn að spila virkilega vel og einhver doði yfir okkar stelpum.  Lið ÍBV var að spila mjög vel en við áttum að gera betur.
Næsti leikur er gríðarlega mikilvægur, bikarleikur við Fylki í Árbænum og þá þurfum við að sýna allt okkar besta,  þ.e ef við ætlum í höllina ?  Áfram stelpur, það þýðir lítið að dvelja við þennan leik, sjáumst í Árbænum.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!