fbpx
thorsteinn-gauti-vefur

Skelfilegt tap í Olísdeild karla

gauti-gegn-grottuVið byrjuðum leikinn ágætlega í dag það virtist vera kraftur í liðinu en þá átti eftir að breytast ferkar hratt.  Leikurinn var í jafnvægi fyrstu 15 mín. eða svo, lítll munur á liðunum, staðan eftir 20 mín. 9-7. Þá fór að halla undan hjá okkur, við tókum mikið af röngum ákvörðunum sóknarlega sem bauð upp á auðveld mörk sem andsæðingurinn nýtti sér vel.  Staðan í hálfleik 16-11. Við hættu hreinlega að spila eftir okkar skipulagi og sem lið, það veit ekki á gott.
Síðari hálfleikur byrjaði illa, við náum ekki að skora fyrstu 6-7 mín.  í síðari hálfleik, það gekk ekkert sóknarlega hjá okkur. Við að gera allskonar vitleysur og taka rangar ákvarðanir.  Staðan eftir 40 mín. 21-12 og leikurinn nánast búinn.  Hrikalegt að byrja svona.  Við náðum lítið að rétta okkar hlut það sem eftir lifði leiks, Staðan eftir 50 mín.  24-16.  Fátt gott um þennan leik að segja því miður, lokatölur í kvöld 29-21.
Við lékum því miður illa í dag fyrir utan þokkalegar 15 mín.  Enginn að spila vel, nema Gauti sem stóð sig vel, eini maðurinn sem virtist vera leggja sig fram og vera einbeittur í sínum leik. Allir aðrir okkar leikmenn hreinlega fjöruðu út.  Ferlegt að sjá okkar leikmenn gefast upp og missa algjörlega trú á verkefnið.
Við getum miklu meira en þetta, við þurfum að halda haus og vinna eftir okkar skipulagi.  Menn þurfa að trúa á skipulagið, leggja allt í leikinn og þá ganga menn sáttir frá leiknum sama hvernig fer.  Við höfum sýnt það í vetur að við getum gert mun betur en við þurfum að finna gleðina aftur.
Næsti leikur er gríðarlega spennandi fyrir okkur, leikur um að komast í höllina en þá þurfum við að sýna allt okkar besta og meira til.  Nú þurfa leikmenn að leggjast aðeins yfir málin og fara vel yfir hlutina, við getum allt sem við viljum ef við virkilega viljum það.  Sjáumst í Safamýrinni á föstudag kl. 19.00.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!