Knattspyrnudeild Fram og Guðmundur Magnússon hafa komist að samkomulagi um að Guðmundur leiki með Fram næstu 2 árin að minnsta kosti.
Guðmundur, sem verður 26 ára 10.júní næstkomandi, er Fram að góðu kunnur enda uppalinn hjá félaginu. Hann lék með félaginu frá 2007 til 2012 við góðan orðstír. Síðan þá hefur hann leikið með Víkingi Ólafsvík, HK og nú síðast með Keflavík.
Það er knattspyrnudeild Fram mikið fagnaðarefni að ná samkomulagi við Guðmund.
Knattspyrnudeild Fram