fbpx
Sigurbjorg vefur

FRAM stelpur komnar í 4 liða úrslit í Coka Cola bikarnum

Ragnheidur gegn StjornunniMeistaraflokkur kvenna hélt í Árbæinn í kvöld til að leika við Fylki í 8 liða úrslitum í Coka Cola bikars HSÍ.  Fram tapaði einmitt á þessum velli í 8 liða úrslitum í fyrra og leikmenn voru staðráðnir í að láta það ekki endurtaka sig.
Leikurinn byrjaði fjörlega og Fram náði strax á fyrst 10 mínútunum fimm marka forskoti 2 – 7.  Eftir það var jafnræði með liðunum fram að leikhléi en þá var staðan 8 – 13 Fram í vil.
Markmið seinni hálfleiks var að hleypa Fylki ekki inn í leikinn, heldur auka við forskotið.  Það tókst og forskot Fram jókst þegar líða tók á seinni hálfleikinn og munurinn varð mestur 8 mörk.  Lokatölu urðu hins vegar 6 mörk, 20 – 26 fyrir Fram.  Þægilegur sigur en aldrei öruggur þar sem aldrei má gefa neitt eftir gegn liði eins og Fylki.
Sóknarleikurinn gekk nokkuð vel þó að of margir feilar hafi verið gerðir í leiknum og einnig var markvörður Fylkis að verja of marga bolta. Varnarleikurinn var góður eins og hann hefur yfirleitt verið í vetur og það tókst að halda Fylki í 20 mörkum.  Fyrir aftan vörnina stóð Guðrún Ósk sem stóð sig vel að vanda, með 23 skot varin á rúmum 25 mínútum, þar af tvö víti.  Heiðrún kom í markið í lokin og varði 2 skot, bæði sem komu á markið.
Mörk Fram skoruðu; Sigurbjörg 7, Ragnheiður 5, Rebekka 4, Hildur 4, Guðrún Þóra 2, Marthe 2 og Steinunn 2.
Mjög góður sigur hjá góðri liðsheild sem barðist vel fyrir því að komast í Höllina en það er orðið of langt síðan meistaraflokkur kvenna var þar síðast.
Ekki má gleyma hinum hundtryggu áhorfendum Fram sem láta sig aldrei vanta á leiki Fram, hvort heldur sem er á heimavelli eða útivelli.  Þessi sigur er ekki síður fyrir þá en leikmennina sjálfa sem geta farið að hlakkað til að mæta í Höllina síðustu helgina í febrúar.  Það gleymist allt of oft að þakka þessum stuðningsmönnum fyrir að mæta, það er ekki sjálfgefið að þeir geri það.
Takk fyrir stuðninginn.
Næsti leikur er strax á laugardaginn gegn Haukum að Ásvöllum kl.16:00.  Sjáumst þar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!