Strákarnir okkar í handboltanum mættu FH í 8 liða úrslitum Coka Cola bikarsins í kvöld en leikið var á heimavelli í Safamýrinni. Aldrei þessu vant þá vantaði FRAMara í húsið í kvöld, eitthvað sem við eigum ekki að venjast og má ekki gerast aftur.
Við byrjuðum leikinn þokkalega, allt í járnum en fh heldur á undan að skora. Við héldum leiknum í jánum liðin skiptust á að vera yfir allt fram yfir miðjan hálfleik en þá náðum við ágætum tökum á leiknum. Varnarleikur okkar batnaði til muna og við fórum loksins að taka aðeins á leikmönnum fh. Það skilaði sér strax og við náðum yfirhöndinni og kláruðum hálfleikinn gríðarlega vel. Staðan í hálfleik 15-12. Mér fannst við geta gert betur, vorum að klára of margar sóknir of snemma og gátum gert betur varnarlega ásamt því að markvarslan var ekki nógu góð. Samt frábær staða í hálfleik sem gaf góð fyrirheit fyrir þann síðari.
Við byrjuðum síðari hálfleik vel, menn með mikið sjálfstraust en það einhvern veginn fjaraði mjög hratt út, því miður, við þurfum að fara að vinna í því strax. Við náðum ekki að fylgja eftir góðri byrjun og misstum leikinn aðeins úr okkar höndum, leikurinn samt jafn og spennandi. Jafnt á flestum tölum þar til c.a 10 mín. voru eftir þá einhvern veginn sprungum við á smá karfla og það var nóg. Vonlaust að ná 3-4 mörkum upp á stuttum tíma og þrátt fyrir góða viðleitni þá dugði það ekki í kvöld. Lokatölur 28-32. Margt gott í okkar leik, allir að spila mun betur en í síðasta leik, enda ekki hægt annað :). Við náðum upp virkilega góðum varnarleik síðustu 15 mín. í fyrri hálfleik, gríðarlega gaman að sjá okkur spila svona vörn. Sóknarlega vorum við alveg þokkalegir en erum enn og aftur að taka fyrsta séns og ekki að halda skipulagi. Það verður að lagast og við þurfum að spila saman eins og lið ef við ætlum að ná árangri. Varnarlega í síðari hálfleik vorum við ekki nógu góður. Markvarslan í leiknum var ekki góð, þurfum að ná meiri stöðuleika í hana en báðir okkar markmenn eru kornungir og ekki hægt að amast við því að ráði. Strákar þið þurfið samt að gera betur, þið getið það klárlega.
Næsti leikur er í deildinn gegn ÍBV á laugardag 18. feb. sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM