Knattspyrnudeild Fram og Högni Madsen hafa náð samkomulagi um að Högni leiki með Fram á næstu leiktíð. Högni Madsen, sem er 32 ára, er frá Færeyjum og lék síðast með B36 frá Þórshöfn. Hann á 3 A-landsleiki fyrir Færeyjar og hefur allan sinn feril leikið í heimalandinu. Högni er miðjumaður og hefur verið við æfingar hjá Fram síðastliðinn mánuð.
Það er knattspyrnudeild Fram mikil ánægja að fá þennan geðþekka færeying til félagsins fyrir komandi átök.
Knattspyrnudeild Fram