fbpx
Guðrún Ósk II vefur

Tap gegn Haukum í Olísdeild kvenna

steinunn-gegn-selfossStelpurnar okkar í handboltanum léku í dag við Hauka í Olísdeildinni og var leikið að Ásvöllum.  Vel mætt af okkar fólki eins og venjulega.
Við byrjuðum leikinn í dag illa, vorum alls ekki tilbúnar í þennan leik að mér fannst.  Við ekki að leika vel varnarlega, hreinlega klukkuðum þær ekki og sóknarlega vorum við að nýta okkar færi illa.  Við vorum undir allan fyrri hálfleikinn, 6-4, 11-7 og staðan í hálfleik 16-12.
Mjög lagt síðan við fengum á okkur 16 mörk í fyrri hálfleik. Sóknarlega vorum við að skjóta illa, fórum illa með mörg góð færi og eitthvað óöryggi í okkar stelpum.  Ljóst að við þyrftum að bæta varnarleikinn ef ekki ætti illa að fara.
Síðari hálfleikur byrjaði svo mun betur, varnarleikur okkar batnaði til muna, Guðrún varði vel en því miður voru við ekki að nýta okkar allar þær sóknir sem við fengum út úr sterkum varnarleik. Staðan eftir 40 mín.  18-16.  Við tók kafli þar sem við héldum áfram að fara illa með góð færi, vorum pínu klaufar og vorum sjálfum okkur vestar. Varnarlega vorum við að mestu í lagi. Staðan eftir 50 mín. 23-20. Þetta var því miður saga þessa leiks, við héldum áfram að klúðra færum, náðum að minnka muninn í 1 mark en náðum því miður aldrei lengra.  Varnarlega vorum við að mestu góðar í síðari hálfleik.  Við spiluðum í heildina ekki nógu vel, varnarlega ferlega illa í fyrri hálfleik sem gerði okkur erfitt fyrir. Það væri gaman að vita hvað við fórum með mörg dauðafæri í dag. Lokatölur í dag 26-23 tap.
Næsti leikur er á sunnudag, heima gegn Gróttu, sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!