fbpx
Simon vefur

Simon Smidt í Fram

 

Simon SmithKnattspyrnudeild Fram og Simon Kollerup Smidt hafa náð samkomulagi um að hann leiki með Fram út yfirstandandi leiktíð.
Simon Smidt er 26 ára gamall og lék með ÍBV á síðustu leiktíð í Pepsídeildinni. Þar lék hann 19 leiki í Pepsídeildinni auk leikja í Lengjubikarnum og Borgnunarbikarnum.
Simon er hæfileikaríkur leikmaður, hann skoraði eitt mark í æfingaleik í gær sem var 5-0 sigur Fram á Leikni Reykjavík.
Það er stjórn knattspyrnudeildar Fram mikil ánægja að fá þennan geðþekka danska leikmann í raðir félagsins.

Knattspyrnudeild Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0