Strákarnir okkar í handboltanum mættu ÍBV á heimavelli í fyrsta leik þriðju umferðar Olísdeildarinnar. Það var bara ágætlega mætt miðað við tíma leiksins en hann var færður til að ósk ÍBV. Samt lítil stemming í dag en leikurinn að mörgu leyti ágætur.
Við mættum því miður ekki vel stemmdir til leiks í dag, gengum hreinlega á vegg gegn mjög vel mönnuðu liði eyjamanna. Það gekk lítið hjá okkur fyrstu 10-15 mín. leiksins, við vorum ekki að spila vel sóknarlega og réðum illa við þá sóknarlega. Staðan eftir 10 mín. 2-6. Við náðum svo aðallega að bæta sóknarleikinn og þá gekk þetta allt betur, staðan eftir 20 mín. 8-9. Við fórum svo aftur að klára sóknirnar með ótímabærum skotum sem við fengum beint í bakið staðan í hálfleik 12-15. Ljóst að við værum að leika við mjög öflugt sóknarlið sem refsaði fyrir öll okkar mistök.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn illa og þar fór okkar möguleiki í þessu leik ef hann var þá einhver. Þeir fóru mest í 9 mörk að mig minnir, eftir c.a 45 mín. og leikurinn búinn. Við kláruðum þennan leik með sóma, börðumst allt til loka og gerðum allt sem við gátum til að minnka muninn og fórum með leikinn í 2-3 mörk sem var vel gert en það dugði ekki í dag. Lokatölur 25-30.
Leikurinn að mörguleiti skemmtilegur, mikið af flottum mörkum, hraður leikur og vel tekist á. Við lögðum okkur fram og börðumst allan leikinn en þurfum að vera pín skynsamari á köflum, eins þurfum við að ná betri tökum á okkar varnarleik, þar getum við bætt okkur. Við getum tekið ýmislegt gott úr þessum leik, þurfum að ná stöðugleika og ég þreytist ekki á því að segja, vera pínu skynsamir og halda skipulagi lengur en við gerum í dag. Allir leikmenn fá hrós í dag fyrir baráttu og vilja, strákar það er eitthvað til að byggja á.
Verð að nefna frammistöðu dómara leiksins en þeir voru vægast sagt slakir og lang lélegastir á vellinum í dag, áhorfendur voru miklu betri en þeir í dag, sem er pínu sorglegt.
Næsti leikur er ekki fyrr en á þeim merkisdegi, 2. mars, á Selfossi. Það er úrslitaleikur sem við þurfum að vinna en við eigum nokkar svoleiðis leiki í vændum.
ÁFRAM FRAM