Eins og allir vita þá léku stelpurnar okkar í handboltanum í undanúrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld. Leikið var að venju í Laugardalshöll, þar sem við FRAMarar fjölmenntum og var gaman að sjá hvað var vel mætt og við mun fleiri en andstæðingarnir. Glæsilegt FRAMarar.
Við byrjuðum leikinn vel, stóðum vörnina vel, gerðum nokkur góð mörk og liðið okkar leit vel út. Spennan í liðinu góð að mér fannst, ekkert fát á okkar stelpum. Við tókum sem sé strax frumkvæðið og vorum yfir þetta 2-4 mörk allan hálfleikinn, allir að leggja sig fram og það er það sem gildir í bikarleikjum. Staðan í hálfleik 9-12. Við í raun að spila vel en áttum samt inn sem veit á gott.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, bættum smátt og smátt í og voru komnar sjö mörk yfir eftir 40 mín. Þá kom kafli þar sem við slökuðum á, héldum kannski að þetta væri komið en þannig er það aldrei, þekki það af eigin raun, trúið mér, munið eftir 1998. Munurinn var ekki nema 2 mörk þegar 9 mín. voru eftir en þá hrukkum við aftur í gang, Hafdís Iura mætti á svæðið og snéri leiknum fyrir okkur. Við bættum við nokkrum mörkum og þá var þetta komið. Kláruðum leikinn með stæl, öruggur sjö marka sigur staðreynd, 21-28.
Margir að spila vel í dag, Guðrún góð og skilaði góðu dagsverki í dag. Hafdís átti flotta innkomu og allir aðrir að spila fínan leik, allir að berjast á fullu og trúið mér það er það sem gildir í bikarleikjum að berjast og berjast, skilja allt eftir á vellinum.
En það sem skiptir öllu er að við erum komnar í úrslitaleik Coka Cola bikarsins 2017. Það er venjulega skemmtilegasti leikur ársins, þar mætum við Stjörnunni á laugardag kl. 13:30 í Laugardalshöll.
FRAMarar þar verðum við að fjölmenna sem aldrei fyrr, allir með blátt blóð í æðum verða hreinlega að mæta á leikinn og styðja stelpurnar okkar. Við þurfum að setja upp dúndrandi fjör og ég er sannfærður um að stelpurnar munu gefa allt í þann leik. Forsala á leikinn hefst strax í fyrramálið í Íþróttahúsi FRAM, allir sem kaupa miða af FRAM styðja FRAM beint með þeim miðakaupum því FRAM fær allan ágóða af miðum í forsölu. Miða sala í Laugardalshöll skilar okkur engu. Mætum í FRAMhúsið á morgum og á laugardag, kaupum miða, það verður upphitun f. leik á laugardag kl. 11:30.
Sjáumst í FRAMhúsi og síðan í höllinni á laugardag. FRAMarar alla leið……………….
ÁFRAM FRAM
P.s fullt af myndum á síðunni hans Jóa Kristinn á eftir kíkið á stemminguna http://frammyndir.123.is/pictures/