Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í úrslitaleik Coca Cola bikarsins í Laugardalshöll í dag. Það var gríðarlega vel mætt í FRAMhúsið í morgun og ekki síður í höllina, flottur stuðningur og virkilega gaman á svona leikjum. Það er ekki á hverjum degi sem 1300-1400 manns mæta á FRAM leik í handbolta. FRAMarar takk fyrir stuðninginn.
Stelpurnar mættu hinsvegar ekki vel til leiks í dag, vorum passívar varnarlega, sóknarlega á hælunum og aðgerðir okkar ekki gerðar af fullum krafti. Við í virkilega vonum málum, lentum undir 8-2 eftir 10 mín. Við vorum lengi í gang í dag, vorum að elta allan hálfleikinn og það fór mikið púður í að minka muninn. Staðan eftir 20 mín. 11-4. Ekki á hverjum degi sem við setjum 4 mörk á 20 mín. Við náðum að klóra aðeins í bakkan með góðum kafla undir lokin staðan í hálfleik, 13-9.
Við ekki að leika vel í fyrri hálfleik. En fjögur mörk í hálfleik er ekki töpuð staða en ljóst að við yrðum að spila mun betur í síðari hálfleik.
Það gekk eftir við náðum fljótlega að setja pressu á Stjörnuna, varnarleikurinn batnaði jafnt og þétt. Staðan eftir 40 mín. 16-15. Við náðum loks að jafna eftir 50 mín. í 17-17, fengum marga möguleika til að jafna en nýttum færin ekki nógu vel og vorum að gera of mikið af tæknifeilum. Við komumst aldrei yfir í þessum leik, við nýttum færin okkar ekki nógu vel til þess en fengum sannarlega tækifærin. Lokatölur í dag 19-18 tap.
Það verður að segja að þetta tap var hrikalega súrt, við fengum mörg tækifæri til að jafna og eins að komast yfir en náðum bara ekki að yfirstíga þann þröskuld, því miður. Varnarleikur okkar í seinni hálfleik var í raun til fyrirmyndar og Guðrún mjög góð í markinu. Sóknarlega vorum við hreinlega slakar á köflum og tókum mikið af röngu ákvörðunum í þessum leik. Það sem fór samt með leikinn var hvernig við byrjuðum hann, það er gríðarlega erfitt að byrja svona illa og kostar mikið að vinna það upp. Súrt að tapa úrslitaleikjum en við vinnum okkur út úr því í rólegheitum. Takk fyrir skemmtunina í dag.
ÁFRAM FRAM
Minni á myndasíða Jóa Kristins, hann fangaði stemminguna í dag, http://frammyndir.123.is/pictures/
Eins minnum við að 3 úrslita leiki FRAM á morgun í yngriflokkunum, endilega kíkja á þá leik.