fbpx
Bikardagur FRAM Yngri vefur st

2. flokkur karla Bikarmeistari 2017

2. fl.ka. bikarmeistari 2017Lúðvík besturStrákarnir okkar í 2. fl.ka. mættu Val í úrslitum Coca Cola bikarsins í Laugardalshöll í dag.  Alltaf gaman að mæta í höllina, flott umgjörð, leikurinn beint í sjónvarpinu sem er nýtt og alltaf bullaði stemming.  Það fljölgaði í höllinni þegar á daginn leik en sérstakur dagur í dag, það er ljóst.
Við byrjuðum leikinn ágætlega, pínu á brattan að sækja til að byrja með, leikurinn jafn og það munaði marki til eða frá fyrstu 15-20 mín. leikis.  Þá tókum við smá kipp og settum leikinn í þrjú mörk, við vorum hreinlega betri það sem eftir lifði hálfleiks. Staðan í hálfleik 12-10.
Hörkuleikur þar sem allir tóku vel á því og ljóst að okkar menn voru vel stemmdir.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel og þar lögðum við grunn að góðum sigri í þessum leik.  Varnarlega voru við að vinna vel, markvarslan góð og sókarlega vorum við að gera góð mörk úr flestum stöðum.  Staðan eftir 45 mín. 19-11.  Þar með þar þetta ekki alveg komið því auðvitað var get á okkur áhlaup sem við stóðum af okkur með príði.  Lokatölur í dag, glæsilegur sigur, 25-22.
Margir að spila vel í dag, Daníel og Viktor góðir í markinu, Ragnar hrikalega traustur, Þorgeir frábær á köflum, Lúðvík frábær allan leikinn og Davíð flottur á línunni.  Margir að leggja í púkkið í dag, gæti talið alla leikmenn liðsins upp Svanur, Róbert, Guðjón, Andri, Arnór  osfv. Sorrý man bara ekki öll nöfnin ykkar núna, því miður.  Liðið að spila vel og allir gáfu allt sem þeir áttu í þennan leik, það skilar alltaf árangri, þreytist ekki að tala um þessa klisju.

Lúðvík Thorberg Arnkelsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 4 mörk fyrir Fram í dag.

Til hamingju strákar, stoltur af ykkur öllum.
ÁFRAM FRAM J

 

Skoðið myndir á http://frammyndir.123.is/pictures/  Jói mun setja inn myndir í dag og á morgun.  Ómetanlegt, takk.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!