Stelpurnar okkar í 3. fl. kvenna mættu HK í úrslitum Coca Cola bikarsins í Laugardalshöll í dag. Alltaf gaman að mæta í höllina, flott umgjörð, leikurinn beint í sjónvarpinu sem er nýtt og alltaf bullaði stemming. Heldur færra á leiknum vegna færðar og þá sérstaklega erfitt fyrir okkar fólk í Grafarholti og Úlfarsárdal. Það var meira að segja erfitt fyrir suma leikmenn að komast á svæðið mjög sérstakar aðstæður í dag.
Við byrjuðum heldur illa í dag, við vorum undir nánast allan leikinn, vorum í vandræðum með að nýta færin, klikkuðum úr tveimur vítum á fyrstu 10 mín. leiksins og vorum í smá basli en við héldum alltaf áfram að berjast og ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik. Staðan í hálfleik 14-10.
En við eigum svo margar flottar stelpur í þessum flokki, svo margar sem geta og eru til í að taka af skarið. Lena hafði farið á kostum allan leikinn en þegar hún var tekin út þá tóku hinar bara við, við héldum áfram að berjast og keppa um alla bolta sem skilaði sér auðvitað að lokum. Við náðum að jafna leikinn á 50 mín. 19-19 og þá var sigurinn unninn. Við hreinlega keyrðum yfir HK stelpur og kláruðum leikinn með miklum stæl. Lokatölur í dag 22-26.
Hrikalega stoltur af þessum stelpum, Heiðrún var flott í markinu allan leikinn, Erna Guðlaug hætti aldrei, „systurnar“ Ragheiður og Svala frábærar, Harpa gerði frábær mörk og fyrirliðinn Elísabet hélt þessu sama allt til enda. Allir sem komu inn á gólfið í dag gerðu allt sem þær gátu og ef þær komust ekki á gólfið þá hvöttu þær liðið allan leikinn. Þetta er alvöru liðsheild og það er það sem skilaði bikarmeistartitli í dag. Mummi þjálfari fær hrós fyrir sína vinnu í síðustu tveimur leikjum, það þarf styrk til að klára svona leik. Hrikalega stoltur af ykkur öllum og til hamingju FRAMarar, bikarmeistarar 3. fl. kvenna 2017 FRAM.
Lena Margrét Valdimarsdóttir var valin maður leiksins en hún skoraði 11 mörk fyrir Fram í dag.
ÁFRAM FRAM
Skoðið myndir á http://frammyndir.123.is/pictures/ Jói mun setja inn myndir í dag og á morgun. Ómetanlegt, takk.