fbpx
4. fl

Tap í bikarúrslitum 4. fl.kvenna

4. fl.kv. bikar 2017Stelpurnar  okkar í 4. fl.kv. mættu Fylki í úrslitum Coca Cola bikarsins í Laugardalshöll í dag.  Alltaf gaman að mæta í höllina, flott umgjörð, alltaf spenna að spila til bikarúrslita. Flott mæting á leikinn og greinilegt að færðin var að lagast J
Við áttum á brattan að sækja í þessum leik, lentum strax undir og vorum ekki að ná að nýta færi okkar nógu vel.  Margir okkar leikmenn ekki að ná sé á strik að mér fannst.  Vorum undir þetta 2-3 mörk allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik 12-9, að mig minnir ??? sorrý.
Ljóst að við þyrftum að gera betur ef við ætluðum að vinna þennan leik.
Við mættum sterkar til síðari hálfleiks og ég hélt að við værum að fara að setja pressu á Fylkisstelpur en við náðum því aldrei, því miður. Fórum illa með góð færi vorum að láta verja hjá okkur úr góðum færum ásamt því að gera full mikið að mistökum sóknarlega fyrir minn smekk.  En þrátt fyrir góða baráttu og vilja þá náðum því miður ekki að klára þennan leik í dag. Niðurstaðan 21-16 tap.
Við bara áttum ekki okkar besta leik í dag, það verður  að viðurkennast, gegn góðu liði.  En ekki hægt að taka það af okkar stúlkum að allir reyndu hvað þær gátu, það bara gekk ekki upp í dag.
Hrikalega svekkjandi fyrir okkar leikmenn en ég lofa því að þetta lið á eftir að mæta í höllina aftur, það eru svo margar góðar stelpur í þessu liði. Upp með hausinn stelpur, við höfum fulla trú á ykkur og þið stóðuð ykkur virkilega vel í dag. Við erum stolt af ykkur stelpur, þetta gekk bara ekki í dag.

ÁFRAM FRAM

Skoðið myndir á http://frammyndir.123.is/pictures/  Jói mun setja inn myndir í dag og á morgun.  Ómetanlegt, takk.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!