fbpx
viktor-gegn-val-vefur

Flottur FRAM sigur á Selfoss í Olísdeild karla

Davíðsson gegn GróttuStrákarnir okkar í handboltanum skelltu sér í mjólkurbæinn í kvöld þar sem þeir mættu Selfoss í Olísdeildinni.  Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið, alveg ljóst að við hreinlega yrðum að ná í stig úr þessum leik að mínu mati.  Hef sagt það áður að nú eru allir okkar leikir bikarleikir sem gerir okkar leiki sérstaklega skemmtilega og spennandi.
Strákarnir mættu vel stemmdir til leiks í kvöld, góður hreyfanleiki í liðinu, bæði í vörn og sókn.  Mér fannst stemming í strákunum.  Staðan eftir 10 mín. 3-6.  Við heldum áfram að spila frekar hratt sóknarlega sem mér líkaði vel, vorum óhræddir við að taka afskarið og margir að skora. Varnarlega vorum við ágætir og við vorum pínu heppnir, því Selfoss nýtti færin sín illa.  Staðan eftir 20 mín.  7-10.  Við spiluðum vel út hálfleikinn,  margir að spila vel sóknarlega, ásamt því að vörnin stóð vel. Staðan í hálfleik 11-18.   Útlitið gott fyrir síðari hálfleikinn.
Við byrjuðum bara vel, náðum að halda vel í horfinu, vorum aðeins meira í vandræðum varnarlega en skiluðum alltaf mörkum reglulega en þurftum tíma til að leysa varnarleik Selfoss.  Staðan eftir 40 mín. 16-21.  Við tókum svo aftur góðan kipp og bættum okkur sóknarlega, vorum bara að spila ágætlega. Staðan eftir 50 mín. 22-28.  Við náðum svo að klára þennan leik sannfærandi, lokatölur 30-32, gríðarlega mikilvæg stig í hús.
Strákarnir stóðu sig vel í kvöld, allir á fullu, áræðni í okkur og margt jákvætt. Við þurftum á þessum sigri að halda og verðum að byggja á þessum leik áfram.  Eins og ég sagði margir að leggja í púkkið, Viktor góður og gaman að fylgjast með okkar ungu strákum í dag. Vel gert strákar.
Næsti leikur er strax á mánudag gegn Haukum heima, hvet FRAMara til að kíkja á þann leik og hvetja strákana.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!