Axel Stefánsson þjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 16 leikmenn til að taka þátt í æfingum og leikjum í Hollandi dagana 13 – 19. mars næstkomandi. Í ferðinn mun liðið æfa saman og leiknir verða tveir vináttulandsleikir gegn Hollendingum. Leikirnir verða sem hér segir:
Fös. 17. mars kl.18.30* Holland – Ísland Almere
Lau. 18. mars kl.14.30* Holland – Ísland Emmen *ath ísl tími
Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum æfingahópi en þær sem voru valdar frá að þessu sinni eru:
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram
Steinunn Björnsdóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM