fbpx
Guðrún Ósk II vefur

Öruggur sigur FRAM á Fylki í Olísdeild kvenna

steinunn-gegn-selfossMeistaraflokkur kvenna fór í Árbæinn í dag til að leika við Fylki sem nú eru undir stjórn Jóhannesar Lange.

Fyrsti leikur eftir bikarhelgi getur oft verið erfiður og það varð raunin.  Jafnt var á öllum tölum fyrstu 10 mínúturnar.  Eftir það náði Fram smá forustu og var yfir 12 – 10 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var svipaður. Fram alltaf með nokkurra marka forustu sem þó varð aldrei meira en 4 eða 5 mörk.  Fram náði aldrei að hrista Fylki af sér en leiddi þó alltaf leikinn.  Lokatölur 25 – 23 Fram í hag.

Sóknarleikurinn hefur oft verið betri en í dag.  Hildur mataði Steinunni á línunni sem skoraði alls 10 mörk í dag.  Menn voru stundum svolítið að flýta sér og hefðu mátt gefa sér meiri tíma í sókninni.

Vörnin stóð einnig nokkuð vel.  Fengum samt nokkur mörk á okkur þegar hendin var komin upp hjá dómurunum og Fylkir var við það að tapa boltanum.  Þarf að bæta það.  En annars nokkuð góð vörn.

Guðrún var í markinu og varði vel, alls 23 skot sem gerir 50% markvarsla.

Mörk Fram skoruðu; Steinunn 10, Ragnheiður 6, Sigurbjörg 5, Hildur 2, Guðrún Þóra 1 og Marthe 1.

Góður sigur í erfiðum leik.  Tvö góð stig og efsta sætið okkar enn.

Þurfum að gera betur í næsta leik sem er á heimavelli á móti ÍBV næsta laugardag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email