Haraldur Þorvarðarson og Sigurgeir Jónsson landsliðsþjálfarar kvenna U-17 í handbolta hafa valið 41 stúlku til æfinga í Reykjavík helgina 17.-19. mars.
U-17 ára landslið kvenna tekur þátt í Evrópukeppni í Makedóníu í sumar og eru þessar æfingar hluti af undirbúningi fyrir þá keppni. Æfingatímar verða birtir á heimasíðu HSÍ síðar í vikunni.
Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga fimm stúlkur í þessum æfingahópum en þær sem voru valdar frá FRAM að þessu sinni eru:
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir Fram
Harpa María Friðgeirsdóttir Fram
Lena Margrét Valdimarsdóttir Fram
Harpa Elín Haraldsdóttir Fram
Jónína Hlín Hansdóttir Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM