Strákarnir okkar í handboltanum mættu Stjörnunni í Olísdeildinni í kvöld en leikið var í Mýrinni. Það var ekki vel mætt á þennan leik, bara frekar fátt en þó mættu okkar föstu stuðningsmenn á svæðið og létu vel í sér heyra.
Við byrjuðum leikinn ágætlega, gerðum fyrstu mörkin og leikurinn jafn en ekkert sérlega vel leikinn. Einhver spenna í mannskapnum, við heldur með frumkvæðið. Staðan eftir 10 mín. 5-5. Leikurinn var svo jafn það sem eftir lifði hálfleiks, munaði aldrei nema einu marki og staðan í hálfleik 14-14. Þetta var sérstakur hálfleikur, við vorum slakir varnarlega, markvarslan engin og sóknarlega vorum við á hálfum hraða að mér fannst. Vorum mikið einu fleiri en nýttum það bara illa. Hefðum átt að gera betur í þessum hálfleik. Leikurinn samt jafn og spennandi.
Síðari hálfleikur byrjaði nánast eins en við misstum þá fram úr okkur og staðan eftri 40 mín. 19-17. Við bara ekki að spila vel, því miður. Sóknarleikur okkar langt frá því að vera góður og við að fara illa með færin. Við lentum undir fjögur mörk 21-17 en náðum svo með góðum varnarleik að vinna okkur aftur inn í leikinn, staðan eftir 50 mín. 22-21. Við misstum svo aðeins tökin á leikinum aðallega fyrir okkar klaufaskap að mér fannst, tókum sénsa varnarlega, fórum illa með færin og fengum á okkur klaufa mörk. Þegar þetta allt kom saman var staðan 27-23 og fjórar mínútur eftir af leiknum. Þá hélt ég að leikurinn væru búinn að það var ekki, við tókum af skarið, keyrðum upp hraðan sem skilaði góðum mörkum, við fengum síðustu sókn leiksins og gátum jafnað en náðum því ekki. Hefði viljað sjá 7 manninn inná í lokinn til að ná fram marki en það gekk ekki eftir og við töpuðum þessu leik 28-27. Ferlega svekkjandi að ná ekki stigi út úr þessum leik en kannski lékum við hreinlega ekki nógu vel í kvöld til að gera tilkall til þess.
Við lékum ekki vel heilt yfir, varnarlega vorum við slakir mestan hluta leiksins þó við ættum þokkalega spretti, það sama má segja um sóknarleikinn það komum góðir sprettir en heilt yfir ekki nógu góðir. Markverðir okkar áttum ekki sinn besta dag og það hjálpaði heldur ekki. Slæmt að gera ekki betur.
Næsti leikur er á erfiðum útivelli gegn FH eftir slétta viku, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM