Við FRAMarar mættum Grindavík í Lengjubikarnum í gær sunnudag, leikið var í Reykjaneshöll.
Leikurinn byrjaði frekar rólega en snemma leiks verða varnarmanni Fram á mistök sem kosta mark og tvö ódýr mörk fylgdu í kjölfarið. Staðan orðin 3-0 og aðeins 20 mín liðnar. Mikil barátta einkenndi það sem eftir lifði hálfleiks og rétt fyrir hálfleik náði Fram að minnka muninn. Guðmundur Magnús skoraði.
Í seinni hálfleik var breytt um leikkerfi og var mikið jafnræði með liðunum. Bæði lið fengu tækifæri til að skora og m.a. átti Fram skalla í slá. Lokatölur 3-1.
Næsti leikur verður gegn Stjörnunni á fimmtudag.
ÁFRAM FRAM