fbpx
thorsteinn-gauti-vefur

Súrt stig gegn FH í Olísdeild karla

arnar-birkir-gegn-grottuStrákarnir okkar í handboltanum mættu FH á erfiðum útivelli í Olísdeildinni í kvöld. Það var sæmilega mætt á leikinn en stemmingin steindauð í húsinu.
Leikurinn í kvöld var alveg þokkalegur og margt jákvætt í okkar leik,  varnarlega vorum við alveg þokkalegir og  fengum ekki mikið af mörkum á okkur fyrstu 15 mín. leiksins en að sama skapi vorum við ekki að spila nógu vel sóknarlega. Staðan eftir 15 mín. 5-5.   Það sem eftir lifði hálfleiksins var leikurinn í járnum, við samt alltaf að elta, jöfnuðum í 9-9 en staðan í hálfleik 13-12.
Síðari hálfleikur byrjaði svo alveg þokkalega, við pínu sofandi varnarlega og vorum áfram að elta.  Náðum svo að bæta okkar varnarleik jafnt og þétt þegar á leikinn leið sem gaf auðveld mörk. Staðan eftir 40 mín. 19-18.  Við náðum svo að jafna leikinn og komast yfir með góðum varnarleik  og öguðum sóknarleik, Arnar Birkir vaknaði líka. Staðan eftir 50 mín.  21-23. Við bættum við mörkum og varnarleikur okkar til fyrirmyndar, staðan eftir 55 mín. 22-26.  Við fórum svo illa að ráði okkar það sem eftir lifði leiks, nýttum ekki dauðfæri sem við fengum og létum reka okkur útaf fyrir kjánaleg brot.  Reynar var brot Gauta ekki alvarlegt og skelfilegt þegar dómarar falla fyrir svona leikarskap eins og Einar Rafn sýndi af sér í kvöld, honum til skammar. Við náðum bara ekki að klára leikinn í kvöld en vorum með hann í okkar höndum. Lokatölur 27-27.  Svakalega svekkjandi.
Varnarleikur okkar ágætur á köflum og góður í 15-20 mín í síðari háflleik. Sóknarlega vorum við alveg þokkalegir en erum of bráðir, þurfum að temja okkur að taka ekki alltaf fyrsta möguleikann sem gefst, full ákafir á köflum.  Markvarslan var ekki góð í dag, Viktor varði samt 3 vítaköst sem er mjög gott en þurfum meiri stöðuleika og fleiri bolta varða til að vinna svona leiki.  Við höfum trú á ykkur þetta kemur með tímanum.  Dómarar leiksins voru slakir,  óþolandi að horfa á svona algert áhuga- og metnaðarleysi sem varð til þess að þeir höfðu engin tök á þessum leik.
Við tökum stigið í dag, gríðarlega mikilvægt að safna stigum og þetta stig getur reynst mikilvægt þegar upp er staðið.  Margt gott í kvöld, baráttan í liðinum frábær og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í næsta leik.
Stutt í næsta leik sem verður á heimavelli á laugardag kl.15:00 gegn Val.
Slagurinn um borgina. Sjáumst í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!