fbpx
FRAM - Þróttur Atli gunnar vefur

Naumt tap gegn Stjörnunni

FRAM - HK bikar bubbaFram og Stjarnan mættust í Lengjubikarnum í kvöld og var leikið í Egilshöll. Nokkuð var um forföll í okkar liði.  Dino Gavric, Hlynur Atli, Orri og Haukur Lárusson voru ekki með vegna meiðsla.

Leikkerfið 3-5-2 var notað.
Atli Gunnar í markinu.
Vörnin: Reyes-Högni – Arnór Daði.
Miðjan: Benedikt-Sigurður Þráinn-Sigurpáll-indriði-Simon.
Sókn: Alex Freyr-Ívar.

Okkar lið varð fyrir áfalli á 7.mínútu þegar Alex Freyr meiddist illa og var borinn af velli. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús og þegar þetta er skrifað er enn óvitað hversu alvarleg meiðsli hans eru. Við óskum Alex góðs bata.
Stjarnan var betri aðilinn fyrstu 20 mínútur leiksins en síðan komu okkar menn og Helgi Guðjónsson, sem kom inná fyrir Alex, fékk dauðafæri á 21.mínútu en náði ekki að nýta það.
Á 38.mínútu varð okkar lið fyrir öðru áfalli þegar Atli Gunnar markvörður varð að fara af velli meiddur á hægri rist og hinn ungi Baldur Olsen kom inná.  Staðan í hálfleik var 0-0.
Sigurður Þráinn byrjaði ekki seinni hálfleikinn vegna meiðsla og enn ein meiðslin í okkar liði staðreynd.
Á 61.minútu komst Stjarnan yfir þegar þeir geystust upp hægri kantinn og boltinn sendur á Kristófer Konráðsson sem skoraði. 0-1. Mínútum síðar fékk Benedikt dauðafæri eftir sendingu frá Helga en Haraldur Björnsson varði meistaralega.
Þremur mínútum síðar var réttilega dæmd vítaspyrna á Stjörnuna. Ivan Bubalo sendi á Indriða sem slapp í gegn en brotið var á honum innan teigs. Bubalo tók vítið og skoraði af öryggi. 1-1
Þegar sjö mínútur voru eftir opnaðist vörn okkar manna illa, Daníel Laxdal sendi fyrir á Hörð Árnason sem skallaði fallega í markið. 1-2. Í uppbótartíma tók Sigurpáll aukaspyrnu, boltinn rataði beint á kollinn á Guðmundi Magnússyni sem skallaði en boltinn fór rétt framhjá.

Lokatölur 1-2 og þriðja tapið í janfmörgum leikjum í Lengjubikarnum staðreynd.
Okkar menn börðust vel í þessum leik og hefðu alveg getað haldið jöfnu við Pepsídeildarlið Stjörnunnar.
Næsti leikur er næstkomandi sunnudag gegn Leikni Fárskrúðsfirði og verður leikið í Fjarðarbyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Áfram Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email