fbpx
Meistaraflokkur kvenna 2016 vefur.

FRAM/AFTURLEDING vann öruggan sigur í Lengjubikarnum í dag

Meistaraflokkur kvenna 2016.Stelpurnar okkar í fótboltanum  FRAM/Afturelding hófu leik í dag í Lengjubikarnum, fyrsti formlegi leikur þessa sameiginlega liðs okkar FRAMara með Aftureldingu.  Það er góður hópur kvenna á öllum aldri að æfa í þessum flotta hópi og verður spennandi að sjá hvernig gengur í sumar.  Liðið er búið að leika nokkra æfingaleiki og bara gengið vel. Það var því spenna í hópnum að mæta til leiks að þessu sinni.
Leikið var gegn Sindra frá Hornafirði og var leikið í Mósó.  Ætlunin er að leika þar að mestu í sumar en einhverjir leikir verða vonandi leiknir í Úlfarsárdal eða Safamýri. Spennandi tímar framundan hjá okkar stelpum.
Leikurinn í dag gekk vel, liðið var ekki lengi að finna taktinn, mörkunum hreinlega ringdi í byrjun, fyrst á 8 mín, svo á 20 og 25 mín. Staðan í hálfleik 3-0. Liðið að spila ljómandi vel.
Síðari hálfleikur var mun berti enda liðið enn að finna taktinn, við settum mark á 50, 55, 60 og svo á 85 og 90 mín.  Flottur sigur og ljóst að okkar lið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili.  Fyrsti leikur og gott að fá sigur en kannski eigum við eftir að mæta sterkari liðum á næstu mánuðum. Vel gert stelpur.
Markaskorarar í dag voru:
8′  Amanda Mist Pálsdóttir , 20′  Stefanía Valdimarsdóttir , 25′  Ester Lilja Harðardóttir , 50′  Matthildur Þórðardóttir , 55′  Sigrún Gunndís Harðardóttir , 60′  Stefanía , Valdimarsdóttir 85′  Valdís Ósk Sigurðardóttir , 90′  Sigrún Gunndís Harðardóttir .

Næsti leikur er svo laugardaginn 1. apríl að Varmá gegn Álftanesi endilega kíkið á það FRAMarar.

ÁFRAM FRAM/Afturelding

 

 

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0