fbpx
Andri flottur gegn val.

„Glæsilegur“ FRAM sigur í baráttunni um borgina

IMG_5093Strákarnir okkar í handboltanum mættu Val á heimavelli í dag, breyttur leiktími og frekar fátt í húsinu en ágæt stemming þegar á leikinn leið.  Erfitt að spila á laugardegi kl. 15:00 en gert til að liðka fyrir Valsmönnum sem eru á fullu í Evrópuleikjum.
Leikurinn í dag fer ekki í neinar sögubækur fyrir gæði, byrjaði dálítð eins og síðasti leikur ekkert að gerast sóknarlega, varnarleikurinn ágætur og Viktor fínn.  Það gerðist sem sé lítið fyrstu 15 mín. leiksins, barátta og klaufaskapur í bland.  Staðan eftir 15 mín.  3-5. Svo kom smá hreyfing á okkar menn sóknarlega og staðan eftir 20 mín. 5-7.  Vorum að fara illa með ljómandi færi. Við náðum svo góðum spretti fyrir hlé og settum fullt af góðum mörkum, staðan í hálfleik 12-11.  Varnarleikur okkar að mestu góður í þessum hálfleik en sóknarlega vorum við mjög köflóttir.  Flottur lokakafli hjá okkur og stemming í hópnum.
Síðari hálfleikur byrjaði vel, við bættum við mörkum og voru komnir 3 mörk yfir mjög fljótlega en þá fraus sóknarleikur okkar algjörlega, fórum ferlega með margar sóknir og hefðum að öllu eðlilegu átt að bæta við okkar forrustu. Staðan eftir 40 mín. 15-13. Það sem eftir lifði leiks fer ekki í neinar bækur svo mikið er víst, varnarleikur okkar reyndar til fyrirmyndar en sóknarlega vorum við ekki góðir.  Staðan eftir 50 mín. 17-16.  Valur náði svo að jafna í 17-17 en þeir náðu aldrei lengra í dag.  Leiknum lauk með glæsilegum sigri 20-18.  Langt síðan maður hefur séð svona skor í Olísdeildinni.
Varnarleikur okkar í dag til fyrirmyndar og baráttan í drengjunum USSSSS, glæsilegt strákar.  Sóknarlega vorum við ekki góðir og þurfum að gera betur þar.  En eins og maðurinn sagði hverjum er ekki saman þegar maður vinnur og þessi stig eru gríðarlega mikilvæg.  Arnar Birkir mikilvægur í dag, hélt haus og kláraði leikinn fyrir okkur.
Við unnum slaginn um borgina og það er það sem telur í dag.  Vel gert drengir og njótið dagsins.
Næsti úrslitaleikur hjá okkur verður fyrir norðan um næstu helgi, þar verðum við að sýna þessa „geðveikis baráttu“ sem við sáum í dag og helst meira til.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email